Háskólinn á Akureyri

Málsnúmer 2009060003

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3470. fundur - 27.08.2015

Rætt um málefni Háskólans á Akureyri.
Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Einnig sat Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Eyjólfi og Soffíu fyrir komuna á fundinn.

Bæjarráð - 3689. fundur - 25.06.2020

Rætt um stöðu Háskólans á Akureyri og opinberar fjárveitingar til skólans sérstaklega í ljósi mikillar ásóknar í háskólanám í kjölfar COVID-19.
Bæjarráð Akureyrarbæjar telur ákaflega mikilvægt að Háskólanum á Akureyri verði gert kleift að taka á móti öllum þeim nemendum sem sækja um nám við skólann í haust og uppfylla inntökuskilyrði. Bæjarráð fagnar því yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar um að fjármagn verði tryggt til að svo megi verða. Aðgengi að háskólum verður að vera opið öllum landsmönnum óháð búsetu og gegnir þar Háskólinn á Akureyri lykilhlutverki enda mikill og eftirsóknarverður árangur náðst við HA við innleiðingu sveigjanlegs náms. Bæjarráð minnir á að rúmlega 60% nemenda HA eru utan höfuðborgarsvæðisins og hafa rannsóknir sýnt að nemendur sem ljúka námi í heimabyggð eru mun líklegri til að starfa þar fimm árum eftir brautskráningu.