Vetraríþróttamiðstöð Íslands - tilnefning fulltrúa í stjórn 2020-2024

Málsnúmer 2020060430

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3689. fundur - 25.06.2020

Erindi dagsett 10. júní 2020 frá mennta- og menningarmálaráðuneyti þar sem óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa Akureyrarbæjar og tveggja til vara í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands. Óskað er eftir að tilnefndar séu tvær konur og tveir karlar svo kynjaskipting fulltrúa sé jöfn og að tilnefningin berist eigi síðar en 26. júní nk.
Bæjarráð tilnefnir Höllu Björk Reynisdóttur og Þórhall Jónsson sem aðalfulltrúa í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og Andra Teitsson og Þórunni Sif Harðardóttur til vara.