Aðgerðaáætlun vegna innleiðingar Barnasáttmálans

Málsnúmer 2019030411

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3639. fundur - 23.05.2019

Liður 4 í fundargerð ungmennaráðs / bæjarstjórnarfundar unga fólksins dagsettri 26. mars 2019:

Jörundur Guðni Sigurbjörnsson kynnti málið f.h. ungmennaráðs.

Í kjölfar aukinnar ábyrgðar og nýrra verkefna sem falin eru ungmennaráði Akureyrar í aðgerðaáætlun fyrir innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna telur ungmennaráð rétt að greiða ungmennum fyrir fundi ungmennaráðs. Fordæmi eru fyrir greiðslum til ungmennaráða í öðrum sveitarfélögum landsins. Akureyrarbær er nú að halda af stað í leiðandi vegferð með innleiðingu Barnasáttmálans. Til þess að setja ungmennaráði fastari skorður innan stjórnsýslu bæjarins telur ráðið rétt að ungmennaráð hljóti fræðslu um verkferla stjórnsýslunnar sem og laun fyrir störf sín innan hennar. Greiðslur myndu einnig auðvelda fulltrúum í ráðinu að forgangsraða tíma sínum í þágu ráðsins.

Tillaga:

Fulltrúar ungmennaráðs fái greidda þóknun fyrir fundarsetu sína á fundum ungmennaráðs bæjarins.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur ungmennaráði að móta tillögur um hvernig staðið verður að vali á fulltrúum í ráðið með lýðræðislegum hætti. Jafnframt vísar bæjarráð málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

Frístundaráð - 63. fundur - 25.09.2019

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags fór yfir stöðu aðgerðaáætlunar vegna innleiðingar Barnasáttmálans.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð - 3675. fundur - 12.03.2020

Farið yfir stöðu innleiðingar Barnasáttmálans.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Alfa Dröfn Jóhannsdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.