Sundlaug Akureyrar - afsláttur fyrir hópa

Málsnúmer 2020010358

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 73. fundur - 04.03.2020

Lögð fram til umræðu afsláttarkjör til hópa í Sundlaug Akureyrar sem voru samþykkt á fundi íþróttaráðs 6. desember 2012.

Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir tillögu forstöðumanns um afsláttarkjör fyrir hópa og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu hjá bæjarráði og bæjarstjórn.

Bæjarráð - 3675. fundur - 12.03.2020

Liður 2 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 4. mars 2020:

Lögð fram til umræðu afsláttarkjör til hópa í Sundlaug Akureyrar sem voru samþykkt á fundi íþróttaráðs 6. desember 2012.

Frístundaráð samþykkir tillögu forstöðumanns um afsláttarkjör fyrir hópa og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu hjá bæjarráði og bæjarstjórn.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu um afsláttarkjör fyrir hópa og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að fella afsláttarkjörin inn í gjaldskrá og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Bæjarstjórn - 3470. fundur - 17.03.2020

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. mars 2020:

Liður 2 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 4. mars 2020:

Lögð fram til umræðu afsláttarkjör til hópa í Sundlaug Akureyrar sem voru samþykkt á fundi íþróttaráðs 6. desember 2012.

Frístundaráð samþykkir tillögu forstöðumanns um afsláttarkjör fyrir hópa og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu hjá bæjarráði og bæjarstjórn.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir tillögu um afsláttarkjör fyrir hópa og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að fella afsláttarkjörin inn í gjaldskrá og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti tillöguna.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu um breytingu á gjaldskrá Sundlaugar Akureyrar um afsláttarkjör fyrir hópa með 11 samhljóða atkvæðum.