Reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns - athugasemdir

Málsnúmer 2020030200

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3675. fundur - 12.03.2020

Mennta- og menningarmálaráðuneyti óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns í samræmi við lög um opinber skjalasöfn. Markmið reglugerðarinnar er að setja nánari ákvæði um héraðsskjalasöfn.

Drögin að reglugerðinni má finna á slóðinni: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2621

Lögð fram drög að umsögn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við þau drög sem lögð voru fram á fundinum.

Bæjarráð leggur áherslu á að fjárhagsleg áhrif reglugerðarinnar verði metin og Þjóðskjalasafni verði gert kleift að fylgja kröfum eftir með fjárhagslegum stuðningi við héraðsskjalasöfnin þannig að sveitarfélög verði ekki ein um að bera kostnað af kröfum sem settar eru af ríkisvaldinu.

Stjórn Akureyrarstofu - 297. fundur - 16.04.2020

Lögð fram til kynningar umsögn Akureyrarbæjar um drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns í samræmi við lög um opinber skjalasöfn.