Eining-Iðja - staðan í kjaramálum

Málsnúmer 2019070116

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3646. fundur - 18.07.2019

Lagt fram erindi dagsett 1. júlí 2019 þar sem Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju kemur á framfæri stöðu í samningamálum félagsmanna hjá sveitarfélögum á félagssvæðinu. Vísað er til þess að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur að undanförnu samið við önnur sambönd og félög um frestun viðræðna og friðarskyldu til 15. september nk. Samið hefur verið um innágreiðslu upp á kr. 105.000 fyrir 100% vinnu. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur hafnað því að semja um slíka greiðslu til félagsmanna Starfsgreinasambandsins þar sem búið væri að vísa deilunni til ríkissáttasemjara.

Farið er fram á að sveitarfélög greiði starfsmönnum sínum sem starfa eftir samningi Starfsgreinasambandsins innágreiðslu þann 1. ágúst að upphæð kr. 105.000 m.v. 100% starf þann 1. júní sl. og hlutfallslega lægra fyrir lægra starfshlutfalla.
Meirihluti bæjarráðs hafnar erindi Einingar-Iðju. Þar sem samningsumboð sveitarfélagsins vegna kjarasamninga er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga mun sveitarfélagið ekki tjá sig opinberlega um málið eða taka afstöðu til þess.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.