Kjarnaskógur - umsókn um byggingarleyfi fyrir þremur gróðurhúsum

Málsnúmer 2019060150

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 728. fundur - 20.06.2019

Erindi dagsett 11. júní 2019 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Sólskóga ehf., kt. 511296-2189, sækir um byggingarleyfi fyrir þremur gróðurhúsum í Kjarnaskógi L211523. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Bæjarráð - 3646. fundur - 18.07.2019

Erindi dagsett 26. júní 2019 frá Katrínu Ásgrímsdóttur fyrir hönd Sólskóga, þar sem óskað er eftir verulegri lækkun á gatnagerðargjöldum vegna byggingar gróðurhúsa í gróðrarstöð Sólskóga, Kjarnaskógi.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð telur eðlilegt að verða við erindi um lækkun gatnagerðargjalda vegna húsanna, sbr. heimild í grein 5.2. í gatnagerðargjaldskrá, enda er lóðin leigð til mjög takmarkaðra nota og takmarkaðs tíma og mannvirki sem á henni kunna að vera í lok leigutíma munu falla til bæjarins endurgjaldslaust. Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að gatnagerðargjald miðist við 1% af byggingarkostnaði vísitöluhúss og verði kr. 2.260.748.

Skipulagsráð - 389. fundur - 12.10.2022

Lagt fram erindi Katrínar Ásgrímsdóttur dagsett 4. júlí 2022 f.h. Sólskóga þar sem sótt er um afslátt af gatnagerðargjöldum fyrir nýtt aðstöðuhús eða að húsið fái sérlóð án kvaðar um að það verði fjarlægt við lok leigutíma.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð hafnar því að byggingin fái sérlóð. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Ákvörðun um afslátt af gatnagerðargjöldum er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3784. fundur - 20.10.2022

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. október 2022:

Lagt fram erindi Katrínar Ásgrímsdóttur dagsett 4. júlí 2022 f.h. Sólskóga þar sem sótt er um afslátt af gatnagerðargjöldum fyrir nýtt aðstöðuhús eða að húsið fái sérlóð án kvaðar um að það verði fjarlægt við lok leigutíma.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls. Skipulagsráð hafnar því að byggingin fái sérlóð. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021. Ákvörðun um afslátt af gatnagerðargjöldum er vísað til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa til að fjalla um þennan lið. Var meint vanhæfi borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Sunna vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarráð telur eðlilegt að verða við erindi um lækkun gatnagerðagjalda vegna hússins, sbr. heimild í grein 5.2. í gatnagerðargjaldskrá, enda er lóðin leigð til mjög takmarkaðra nota og takmarkaðs tíma og mannvirki sem á henni kunna að vera í lok leigutíma munu falla til bæjarins endurgjaldslaust eða fjarlægð á kostnað eiganda. Bæjarráð samþykkir að gefa 50% afslátt af gatnagerðargjaldi, enda verði sú kvöð á húsinu að það hýsi starfsemi í tengslum við rekstur gróðrarstöðvar.