Stefna umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum - samráð

Málsnúmer 2019070437

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3646. fundur - 18.07.2019

Erindi dagsett 12. júlí 2019 frá Umhverfisstofnun þar sem sveitarfélaginu er gefinn kostur á að gera athugasemdir við drög að stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum áður en stefnan fer í opið samráðsferli á samráðsgátt stjórnvalda.

Athugasemdir skulu berast eigi síðar en 23. ágúst nk. Sérstök athygli er vakin á kafla 3.4 þar sem aðgerðir eru settar fram.
Bæjarráð felur Höllu Björk Reynisdóttur bæjarfulltrúa og Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmanni að fara yfir drögin og skila athugasemdum til bæjarráðs fyrir 15. ágúst nk.

Bæjarráð - 3649. fundur - 22.08.2019

Erindi dagsett 12. júlí 2019 frá Umhverfisstofnun þar sem sveitarfélaginu er gefinn kostur á að gera athugasemdir við drög að stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum áður en stefnan fer í opið samráðsferli á samráðsgátt stjórnvalda.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 18. júlí sl. og fól ráðið þá Höllu Björk Reynisdóttur bæjarfulltrúa og Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmanni að fara yfir drögin og skila athugasemdum til ráðsins fyrir 15. ágúst.

Bæjarstjóri kynnti umsögnina.