Beiðni um styrk vegna Menningarhúsadagsins 23. maí 2019

Málsnúmer 2019050413

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3639. fundur - 23.05.2019

Erindi dagsett 16. maí 2019 þar sem Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri f.h. Menningarfélags Akureyrar ses. óskar eftir 500.000 króna styrk til að standa straum af kostnaði vegna Menningarhúsadagsins sem fer fram í Hofi á Akureyri 23. maí næstkomandi.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hafnar styrkbeiðninni með 5 samhljóða atkvæðum.