Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál

Málsnúmer 2019050455

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3639. fundur - 23.05.2019

Erindi dagsett 17. maí 2019 þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til stofnfundar samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál. Stofnfundurinn verður 19. júní kl. 13:00-14:30 í Reykjavík. Dagskrá fundarins verður ásamt fundarstað kynnt síðar. Fundarþátttaka á skype verður í boði fyrir þá sem vilja.

Þau sveitarfélög sem vilja gerast aðilar tilnefna 1-2 tengiliði.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og skipar Huldu Sif Hermannsdóttur aðstoðarmann bæjarstjóra sem tengilið bæjarins.