Hjallastefnan ehf. - breytingar á skipulagi

Málsnúmer 2019050143

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3637. fundur - 09.05.2019

Erindi dagsett 1. maí 2019 frá Þórdísi Jónu Sigurðardóttur framkvæmdastýru Hjallastefnunnar ehf. þar sem kynnt er fyrirætlan um breytingar á skipulagi með það að markmiði að skerpa á rekstrinum. Til að þessar breytingar geti orðið þarf breytingu á rekstrarsamningum. Hjallastefnan ehf. fer þess á leit við sveitarfélagið að samþykkja meðfylgjandi viðauka þar sem Hjallastefnan ehf. framselur samning Hjallastefnunnar og sveitarfélagsins yfir til nýs rekstrarfélags frá og með 1. ágúst 2019.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð - 3638. fundur - 16.05.2019

Erindi dagsett 1. maí 2019 frá Þórdísi Jónu Sigurðardóttur framkvæmdastýru Hjallastefnunnar ehf. þar sem kynnt er fyrirætlan um breytingar á skipulagi með það að markmiði að skerpa á rekstrinum. Til að þessar breytingar geti orðið þarf breytingu á rekstrarsamningum. Hjallastefnan ehf. fer þess á leit við sveitarfélagið að samþykkja meðfylgjandi viðauka þar sem Hjallastefnan ehf. framselur samning Hjallastefnunnar og sveitarfélagsins yfir til nýs rekstrarfélags frá og með 1. ágúst 2019.

Málið var á dagskrá bæjarráðs 9. maí sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Rætt var við Þórdísi Jónu Sigurðardóttur framkvæmdastýru Hjallastefnunnar ehf. í síma á fundinum.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð - 3639. fundur - 23.05.2019

Erindi dagsett 1. maí 2019 frá Þórdísi Jónu Sigurðardóttur framkvæmdastýru Hjallastefnunnar ehf. þar sem kynnt er fyrirætlan um breytingar á skipulagi með það að markmiði að skerpa á rekstrinum. Til að þessar breytingar geti orðið þarf breytingu á rekstrarsamningum. Hjallastefnan ehf. fer þess á leit við sveitarfélagið að samþykkja meðfylgjandi viðauka þar sem Hjallastefnan ehf. framselur samning Hjallastefnunnar og sveitarfélagsins yfir til nýs rekstrarfélags frá og með 1. ágúst 2019.

Málið var á dagskrá bæjarráðs 9. og 16. maí sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs hafnar erindi Hjallastefnunnar ehf.

Gunnar Gíslason D-lista greiðir atkvæði gegn afgreiðslu meirihlutans.