Fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs 2019

Málsnúmer 2018080973

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 38. fundur - 31.08.2018

Lagt fram minnisblað dagsett 28. ágúst 2018 vegna áætlunar húsa- og lausafjárleigu ársins 2019.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 39. fundur - 07.09.2018

Farið yfir vinnslu á fjárhagsáætlun 2019.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 40. fundur - 21.09.2018

Unnið að fjárhagsáætlun 2019 fyrir umhverfis- og mannvirkjasvið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 41. fundur - 01.10.2018

Unnið að fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.Jóhann Jónsson S-lista mætti á fundinn kl. 10:50.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 42. fundur - 02.10.2018

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir umhverfis- og mannvirkjasvið fyrir árið 2019.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði ásamt óskum um fjármagn í verkefni sem rúmast ekki innan ramma samtals að upphæð kr. 218.500.000.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir einnig framlagðar starfsáætlanir rekstrar sviðsins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 43. fundur - 26.10.2018

Farið yfir framkvæmdayfirlit 2019-2021.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 44. fundur - 09.11.2018

Unnið áfram að nýframkvæmdaáætlun áranna 2019-2021.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 45. fundur - 23.11.2018

Lagðir fram til kynningar viðaukar við fjárhagsáætlun ársins 2018 dagsettir 13. nóvember 2018. Einnig verklagsreglur um gerð viðauka hjá sveitarfélögum frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dagsettar 7. nóvember 2018.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða viðauka við framkvæmdayfirlit ársins 2018 og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði. Heildarniðurstaða er lækkun um 26,3 milljónir kr.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 46. fundur - 07.12.2018

Lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir árið 2019 og til afgreiðslu framkvæmdaráætlun 2019-2022.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framkvæmdaráætlun 2019-2022 og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 50. fundur - 15.02.2019

Lagt fram minnisblað dagsett 14. febrúar 2019 þar sem farið var yfir helstu nýframkvæmdir í umhverfismálum.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála og Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir skiptingu fjármagns í helstu nýframkvæmdir í umhverfismálum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 51. fundur - 01.03.2019

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir starfsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir árið 2019.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 54. fundur - 12.04.2019

Lögð fram minnisblöð dagsett 9. og 11. apríl 2019 varðandi malbikun gatna, gangstétta og stíga.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framsetta framkvæmdaáætlun.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 56. fundur - 17.05.2019

Lagðir fram samþykktir viðaukar frá 1. janúar 2019 til og með 8. maí 2019.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir tilfærslur og viðauka við framkvæmdaáætlun 2019 og vísar breytingunum til bæjarráðs.

Tilfærslur á fjármagni að upphæð 20 milljónir króna úr eignasjóði gatna yfir í eignasjóð fasteigna og 12 milljónir króna úr eignasjóði gatna í 110 umferðar- og samgöngumál gjaldfært.

Samþykkt að lækka fjármagn í Glerárskóli Leikskóli að upphæð 15 milljónir króna yfir í Íþróttahús við Dalsbraut.

Bæjarráð - 3639. fundur - 23.05.2019

Liður 5 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 17. maí 2019:

Lagðir fram samþykktir viðaukar frá 1. janúar 2019 til og með 8. maí 2019.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir tilfærslur og viðauka við framkvæmdaáætlun 2019 og vísar breytingunum til bæjarráðs.

Tilfærslur á fjármagni að upphæð 20 milljónir króna úr eignasjóði gatna yfir í eignasjóð fasteigna og 12 milljónir króna úr eignasjóði gatna í 110 umferðar- og samgöngumál gjaldfært.

Samþykkt að lækka fjármagn í Glerárskóli Leikskóli að upphæð 15 milljónir króna yfir í Íþróttahús við Dalsbraut.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfis- og mannvirkjaráðs um tilfærslur og viðauka við framkvæmdaáætlun 2019 með 5 samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka að upphæð 12 milljónir króna vegna málsins.
Ásthildur Sturludóttir vék af fundi kl. 08:45.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 67. fundur - 01.11.2019

Farið yfir framkvæmdaáætlun ársins 2019, stöðuna og áætlaða útgönguspá fyrir árið.