Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - samþykkt

Málsnúmer 2018120116

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3622. fundur - 20.12.2018

Lögð fram drög að samþykkt fyrir samráðshóp um málefni fatlaðs fólks í samræmi við 42. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að senda drögin til notendaráðs fatlaðs fólks til umfjöllunar og óskar eftir viðbrögðum fyrir 14. janúar 2019.

Bæjarráð - 3626. fundur - 07.02.2019

Lögð fram umsögn notendaráðs fatlaðs fólks, dagsett 8. janúar 2019, um drög að samþykkt fyrir samráðshóp um málefni fatlaðs fólks.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 20. desember 2018 og þá var ákveðið að senda drögin til notendaráðs fatlaðs fólks til umfjöllunar og óska eftir viðbrögðum fyrir 14. janúar 2019.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samþykkt fyrir samráðshóp um málefni fatlaðs fólks og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn. Jafnframt óskar bæjarráð eftir umsögn notendaráðs fatlaðs fólks um þessi drög áður en þau verða lögð fyrir bæjarstjórn.

Bæjarráð - 3630. fundur - 07.03.2019

Lagðar fram athugasemdir notendaráðs fatlaðs fólks, dagsettar 26. febrúar 2019, við drög að samþykkt fyrir samráðshóp um málefni fatlaðs fólks. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 7. febrúar 2019 og samþykkti ráðið þá drögin fyrir sitt leyti og óskaði eftir umsögn notendaráðsins að nýju vegna þeirra breytinga sem gerðar höfðu verið frá fyrri drögum.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samþykkt fyrir samráðshóp um málefni fatlaðs fólks, með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum, með 5 samhljóða atkvæðum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3451. fundur - 19.03.2019

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 7. mars 2019:

Lagðar fram athugasemdir notendaráðs fatlaðs fólks, dagsettar 26. febrúar 2019, við drög að samþykkt fyrir samráðshóp um málefni fatlaðs fólks. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 7. febrúar 2019 og samþykkti ráðið þá drögin fyrir sitt leyti og óskaði eftir umsögn notendaráðsins að nýju vegna þeirra breytinga sem gerðar höfðu verið frá fyrri drögum.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samþykkt fyrir samráðshóp um málefni fatlaðs fólks, með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum, með 5 samhljóða atkvæðum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Dagbjört Pálsdóttir tók til máls og kynnti drögin.
Bæjarstjórn samþykkir Samþykkt fyrir samráðshóp um málefni fatlaðs fólks með 11 samhljóða atkvæðum.