Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - áfangastaðaáætlanir

Málsnúmer 2019010371

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3626. fundur - 07.02.2019

Erindi dagsett 25. janúar 2019 frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem þess er farið á leit að áfangastaðaáætlun Norðurlands fái viðeigandi umfjöllun í bæjarráði.

Upplýsingar um áfangastaðaáætlanir er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.ferdamalastofa.is/is/troun-og-samstarf/afangastadaaaetlanir

Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri og Björn H. Reynisson verkefnastjóri frá Markaðsstofu Norðurlands og María Helena Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála hjá Akureyrarstofu mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar þeim Arnheiði, Birni og Maríu Helenu fyrir komuna og vísar áfangastaðaáætluninni til kynningar og umræðu hjá stjórn Akureyrarstofu.