Neytendasamtökin - styrkbeiðni 2017

Málsnúmer 2017100129

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3570. fundur - 12.10.2017

Erindi dagsett 25. september 2017 frá Neytendasamtökunum þar sem óskað er eftir framlagi til að styðja við starfsemi samtakanna.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Bæjarráð - 3576. fundur - 16.11.2017

Lagt fram erindi frá Brynhildi Pétursdóttur framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna þar sem óskað er eftir að bæjarráð endurskoði afstöðu sína sem tekin var í bæjarráði 12. október sl. um erindi dagsett 25. september 2017 frá Neytendasamtökunum þar sem óskað var eftir framlagi til að styðja við starfsemi samtakanna.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Neytendasamtökin um 300.000 kr. á árinu 2018 og vísar kostnaðinum til gerðar fjárhagsáætlunar.