Endurskoðun ársreikninga 2017-2022 útboð - kæra

Málsnúmer 2017090037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3567. fundur - 14.09.2017

Lagt fram erindi dagsett 4. september 2017 frá Kærunefnd útboðsmála varðandi kæru Grant Thornton endurskoðunar ehf á niðurstöðu Akureyrarbæjar á útboði - Endurskoðun fyrir Akureyrarbæ og tengdar stofnanir hans.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að svara kærunefnd útboðsmála.

Bæjarráð - 3570. fundur - 12.10.2017

Lögð fram ákvörðun kærunefndar útboðsmála dagsett 2. október 2017 í máli nr. 19/2017: Grant Thornton endurskoðun ehf gegn Akureyrarbæ og Enor ehf.

Einnig lagt fram bréf dagsett 6. október 2017 frá Grant Thornton endurskoðun ehf þar sem skorað er á bæjarráð að afturkalla ákvörðun sína um að ganga til samninga við Enor ehf og taka til endurskoðunar tilboð fyrirtækisins með hliðsjón af þeim rökum sem sett eru fram í bréfinu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarlögmanni að ræða við bréfritara.

Bæjarráð - 3580. fundur - 14.12.2017

Lagður fram til kynningar úrskurður kærunefndar útboðsmála dagsettur 7. desember 2017 í máli nr. 19/2017. Grant Thornton endurskoðun ehf gegn Akureyrarbæ og Enor ehf.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.