Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður kynntu þörf fyrir stuðningsfjölskyldur í félagsþjónustu. Lagt var fram minnisblað Guðrúnar dagsett 16. nóvember 2015. Anna Lilja Björnsdóttir verkefnisstjóri velferðarstefnu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar kynninguna. Velferðarráð samþykkir tilraunaverkefni til eins árs frá 1. janúar 2016, sem rúmist innan fjárheimildar. Lögð verði fram áfangaskýrsla eftir 6 mánuði.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fór yfir reynslu af verkefninu stuðningsfjölskyldur í félagsþjónustu sem samþykkt var þann 18. nóvember 2015. Lagt fram minnisblað Önnu Maritar dagsett 19. september 2016.
Velferðarráð þakkar kynninguna og samþykkir að áfram verði möguleiki á stuðningsfjölskyldum í félagsþjónustu.
Velferðarráð samþykkir tilraunaverkefni til eins árs frá 1. janúar 2016, sem rúmist innan fjárheimildar. Lögð verði fram áfangaskýrsla eftir 6 mánuði.