Nýskipan húsnæðismála 1. janúar 2017 - mönnun verkefna

Málsnúmer 2016120029

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1241. fundur - 07.12.2016

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild lögðu fram minnisblað dagsett 7. desember 2016 vegna húsnæðisdeildar sem mun samkvæmt stjórnkerfisbreytingum flytjast til fjölskyldudeildar frá 1. janúar 2017.

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila ráðningu félagsráðgjafa í fullt starf vegna húsnæðisverkefnanna. Málinu vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3535. fundur - 15.12.2016

9. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 7. desember 2016:

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild lögðu fram minnisblað dagsett 7. desember 2016 vegna húsnæðisdeildar sem mun samkvæmt stjórnkerfisbreytingum flytjast til fjölskyldudeildar frá 1. janúar 2017.

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila ráðningu félagsráðgjafa í fullt starf vegna húsnæðisverkefnanna. Málinu vísað til bæjarráðs.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild, Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild og Róbert Freyr Jónsson varaformaður velferðarráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð heimilar ráðningu félagsráðgjafa í fullt starf vegna húsnæðisverkefnanna og að kostnaður vegna þess eigi að rúmast innan fjárheimilda fjölskyldusviðs. Kostnaður vegna húsnæðisverkefnanna verður tekinn til skoðunar eftir 6 mánuði.