Menningarfélag Akureyrar

Málsnúmer 2016030110

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3498. fundur - 17.03.2016

Sigurður Kristinsson formaður stjórnar, Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri og Magna Guðmundsdóttir fulltrúi í stjórn MAK mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir stöðu og horfur í rekstri Menningarfélags Akureyrar.

Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð - 3499. fundur - 23.03.2016

Lagt fram erindi dagsett 21. mars 2016 með beiðni um aðstoð vegna lausafjárvanda félagsins.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að ganga frá samkomulagi við MAk í samræmi við umræður á fundinum. Samkomulagið á ekki að hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir sveitarfélagið.

Stjórn Akureyrarstofu - 208. fundur - 14.04.2016

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri félagsins kom á fundinn til að fara yfir stöðu rekstrar og verkefna.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Þuríði fyrir greinargóðar upplýsingar og gagnlegar umræður.
Anna Hildur Guðmundsdóttir fullrúi L-lista vék af fundi kl. 17:00.

Bæjarráð - 3506. fundur - 19.05.2016

Sigurður Kristinsson formaður stjórnar og Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir stöðu og horfur í rekstri Menningarfélags Akureyrar.

Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar þeim Sigurði og Þuríði Helgu fyrir yfirferðina. Jafnframt felur bæjarráð Þuríði Helgu og Dan Jens að leggja fram minnisblað á næsta fundi bæjarráðs um aðgerðir vegna stöðu félagsins.

Bæjarráð - 3507. fundur - 26.05.2016

Lagt fram minnisblað dagsett 25. maí 2016 frá þeim Þuríði Helgu Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra Menningarfélags Akureyrar og Dan Jens Brynjarssyni fjármálastjóra Akureyrarbæjar um aðgerðir vegna stöðu Menningarfélagsins.

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar, Sigurður Kristinsson formaður stjórnar og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri Akureyrarbæjar sátu fundi bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur Dan Jens Brynjarssyni fjármálastjóra að ganga frá samkomulagi við MAK um rekstrarframlag ársins. Jafnframt óskar bæjarráð eftir uppfærðri áætlun MAK sem lögð verði fyrir bæjarráð fyrir lok júní nk.

Bæjarráð - 3514. fundur - 14.07.2016

Farið yfir rekstur Menningarfélags Akureyrar.

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri Akureyrarbæjar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar þeim Þuríði Helgu og Dan fyrir yfirferðina og felur Þuríði Helgu að leggja fram frekari gögn í bæjarráði fimmtudaginn 4. ágúst nk., í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð - 3516. fundur - 04.08.2016

Farið yfir rekstur Menningarfélags Akureyrar.

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar lagði fram gögn í samræmi við bókun bæjarráðs 14. júlí sl.

Sigurður Kristinsson formaður stjórnar Menningarfélagsins og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri Akureyrarbæjar sátu einnig fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Þuríði Helgu og Sigurði fyrir kynninguna og felur fjármálastjóra og formanni bæjarráðs að vinna málið í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð - 3519. fundur - 25.08.2016

Farið yfir rekstur Menningarfélags Akureyrar.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri Akureyrarbæjar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Bæjarráð - 3520. fundur - 01.09.2016

Farið yfir rekstur Menningarfélags Akureyrar.

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar, Sigurður Kristinsson formaður stjórnar Menningarfélagsins, Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri Menningarfélagsins og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri Akureyrarbæjar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Mikill halli varð af rekstri MAk starfsárið 2015-2016. Hallinn skýrist m.a. af ofáætluðum tekjum viðburðarsviðs og því að stofnað var til útgjalda sem ekki heyrðu undir framleiðsluáætlanir, án nægilegrar vitundar um það hvort og þá hvar áætlað hafði verið fyrir þeim kostnaðarliðum. Ljóst er að um var að ræða bókhaldsóreiðu og ófullnægjandi fjármálastjórnun innan félagsins undir stjórn fyrrum framkvæmdastjóra. Brugðist hefur verið við því innan félagsins með því að endurmannað hefur verið í lykilstöður. Það er mat bæjarráðs, eftir að hafa farið yfir stöðuna og endurskoðaðar áætlanir með nýjum framkvæmdastjóra og stjórn félagsins, að félagið hafi burði til að vinna sig út úr þeim tímabundna vanda sem það stendur frammi fyrir.

Í ljósi þessa samþykkir bæjarráð að veita félaginu fyrirframgreiðslu að fjárhæð kr. 75 milljónir króna. Um er að ræða fyrirframgreiðslu og kemur fjárhæðin til frádráttar greiðslum skv. samningi á árunum 2017 og 2018 og er því ekki um að ræða útgjaldaauka hjá Akureyrarbæ þegar horft er til þriggja ára. Skilyrði fyrir framvindu á greiðslum til félagsins er háð því að félagið skili ársfjórðungslega yfirliti um fjárhagsstöðu til bæjarins.

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.

Stjórn Akureyrarstofu - 218. fundur - 03.11.2016

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri félagsins og Sigurður Kristinsson komu á fundinn til að fara yfir stöðu rekstrar og verkefna í kjölfar aðalfundar félagsins.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Sigurði og Þuríði fyrir greinargóðar upplýsingar og gagnlegar umræður.

Bæjarráð - 3535. fundur - 15.12.2016

Farið yfir rekstur Menningarfélags Akureyrar.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3554. fundur - 04.05.2017

Farið yfir rekstur Menningarfélags Akureyrar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3558. fundur - 22.06.2017

Lagt fram til kynningar 9 mánaða uppgjör Menningarfélags Akureyrar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.