Golfklúbbur Akureyrar - beiðni um heimild til að veðsetja eigur félagsins

Málsnúmer 2016120028

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3535. fundur - 15.12.2016

Lögð fram beiðni Golfklúbbs Akureyrar dagsett 5. desember 2016 um heimild til að veðsetja eigur félagsins.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur fjármálastjóra og bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

Bæjarráð - 3538. fundur - 05.01.2017

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð fól á fundi sínum 15. desember 2016 fjármálastjóra og bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

Lögð fram beiðni Golfklúbbs Akureyrar dagsett 5. desember 2016 um heimild til að veðsetja eigur félagsins.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir heimild til lántöku og veðsetningar allt að 57 milljónir króna til 10 ára með þeim skilyrðum að það lán sem heimild fékkst fyrir í upphafi ársins 2016 verði greitt upp með þessu nýja láni.

Bæjarráð - 3764. fundur - 24.03.2022

Erindi dagsett 14. mars 2022 þar sem Steindór Kr. Ragnarsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar óskar eftir samþykki Akureyrarbæjar til að skilmálabreyta núverandi langtímaláni Golfklúbbs Akureyrar, sem tryggt er með veði í golfskálanum að Jaðri, úr verðtryggðu yfir í óverðtryggt.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð heimilar Golfklúbbi Akureyrar skilmálabreytingu á núverandi langtímaláni í samræmi við framlagt erindi og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ganga frá málinu.