Greið leið ehf - hlutafjáraukning

Málsnúmer 2012090013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3331. fundur - 13.09.2012

Erindi dags. 31. ágúst 2012 frá stjórnarformanni Greiðrar leiðar ehf varðandi hækkun á hlutafé félagsins.

Í samræmi við bókun bæjarráðs frá 26. ágúst 2010 samþykkir bæjarráð hlutafjáraukningu að fjárhæð kr. 47.934.562 vegna hækkunar á hlutafé Greiðrar leiðar ehf og af því tilefni samþykkir bæjarráð viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2012 sem því nemur. Útgjöldum vegna viðaukans er mætt með áætluðum rekstrarafgangi ársins.

Bæjarráð - 3394. fundur - 19.12.2013

Erindi dags. 13. desember 2013 frá Pétri Þór Jónassyni formanni stjórnar Greiðar leiðar ehf varðandi hækkun á hlutafé félagsins og hvort Akureyrarbær hyggst nýta forkaupsrétt sinn.

Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti Akureyrarkaupstaðar á hlutafé í Greiðri leið ehf.

Bæjarráð - 3441. fundur - 11.12.2014

Erindi dags. 3. desember 2014 frá Pétri Þór Jónassyni formanni stjórnar Greiðar leiðar ehf varðandi hækkun á hlutafé félagsins og hvort Akureyrarbær hyggst nýta forkaupsrétt sinn.

Bæjarráð samþykkir að nýta forkaupsrétt Akureyrarbæjar í 39.000.000 kr. hlutafjáraukningu, hlutur Akureyrarbæjar í aukningunni er 39,29%, eða 15.322.838 kr.

Bæjarráð - 3444. fundur - 15.01.2015

Erindi dagsett 13. janúar 2015 frá Pétri Þór Jónassyni formanni stjórnar Greiðrar leiðar ehf. Í erindinu er óskað eftir að hluthafar nýti sér áskrift að því hlutafé sem óselt var um áramót.
Bæjarráð samþykkir að nýta sér forkaupsrétt Akureyrarbæjar á óseldu hlutafé í samræmi við eignarhlut í félaginu að upphæð kr. 8.336.202.

Bæjarráð - 3482. fundur - 12.11.2015

Erindi dagsett 6. nóvember 2015 frá Pétri Þór Jónassyni formanni stjórnar Greiðar leiðar ehf varðandi hækkun á hlutafé félagsins og hvort Akureyrarbær hyggst nýta forkaupsrétt sinn.
Einnig er óskað eftir að hluthafar staðfesti að þeir falli frá forkaupsrétti á 1,1 milljón kr.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að nýta forkaupsrétt Akureyrarbæjar í 38.900.000 kr. hlutafjáraukningu, hlutur Akureyrarbæjar í aukningunni er 69,78%, eða 27.144.635. kr.
Bæjarráð samþykkir einnig að falla frá forkaupsrétti á 1,1 milljón kr.

Bæjarráð - 3525. fundur - 13.10.2016

Erindi dagsett 4. október 2016 frá Pétri Þór Jónassyni formanni stjórnar Greiðrar leiðar ehf. Í erindinu kemur fram að í lánasamningi Vaðlaheiðargangna hf og ríkisins þá ber Greiðri leið ehf að auka hlut sinn um 40 milljónir króna árlega á árabilinu 2013-2017 eða alls um 200 milljónir króna. Hlutur Akureyrarbæjar er 69,79% eða krónur 27.146.402 á árinu 2016. Einnig er óskað eftir að hluthafar staðfesti að þeir falli frá forkaupsrétti á 1,1 milljón kr.
Bæjarráð samþykkir að nýta forkaupsrétt Akureyrarbæjar á árinu 2016 í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag þar um frá árinu 2013.

Bæjarráð samþykkir einnig að falla frá forkaupsrétti á 1,1 milljón kr.

Í upphafi þessa dagskrárliðar bar Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Gunnar Gíslason D-lista tók við stjórn fundarins.

Bæjarráð - 3564. fundur - 17.08.2017

Erindi dagsett 25. júlí 2017 frá Pétri Þór Jónassyni formanni stjórnar Greiðrar leiðar ehf. Í erindinu kemur fram að framundan sé síðasti áfangi í aukningu hlutafjár í Greiðri leið ehf um 40 mkr. Kveðið er á um það í lánasamningi Vaðlaheiðarganga hf og ríkisins að Greiðri leið ehf beri að auka hlut sinn um 40 mkr. árlega á árabilinu 2013-2017. Þess er vænst að göngin verði opnuð fyrir umferð í síðasta lagi á haustmánuðum 2018.

Einnig er óskað eftir að hluthafar staðfesti að þeir falli frá forkaupsrétti á 1,1 milljón kr.

Hlutur Akureyrarbæjar í ár eru kr. 24.146.402.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að greiða hlut Akureyrarbæjar að upphæð kr. 24.146.402.

Bæjarráð samþykkir einnig að falla frá forkaupsrétti á 1,1 milljón kr.