Leikfélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna aldarafmælis 2017

Málsnúmer 2016100019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3525. fundur - 13.10.2016

Erindi móttekið 4. október 2016 frá Oddi Bjarna Þorkelssyni og Skúla Gautasyni fyrir hönd stjórnar Leikfélags Akureyrar. Í erindinu er óskað eftir styrk að upphæð kr. 3.320.000 til að standa straum af ýmsum viðburðum vegna aldarafmælis Leikfélags Akureyrar sem verður á næsta ári.
Bæjarráð samþykkir að veita Leikfélagi Akureyrar styrk að upphæð kr. 1,5 milljónir vegna 100 ára afmælis félagsins og vísar málinu til gerðrar fjárhagsáætlunar 2017.