Bæjarráð

3505. fundur 12. maí 2016 kl. 08:30 - 10:29 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Preben Jón Pétursson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Vinnuskóli 2016 - laun

Málsnúmer 2016040176Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um laun í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2016.

Bæjarráð samþykkir að laun unglinga í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2016 verði sem hér segir:

14 ára kr. 433

15 ára kr. 495

16 ára kr. 650

10,17% orlof er greitt til viðbótar við tímakaup.

2.Stjórnendaálag

Málsnúmer 2016050040Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 6. maí 2016:

Umfjöllun um greiðslu stjórnendaálags til stjórnenda hjá Akureyrarbæ. Stjórnendaálag er greitt skv. verklagsreglum Akureyrarbæjar sem settar eru í samræmi við heimild í grein 1.5.3 í kjarasamingum viðkomandi stéttarfélaga og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að skipaður verði starfshópur sem vinni að endurskoðun á verklagsreglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamningnefndar og skipar Höllu Margréti Tryggvadóttur starfsmannastjóra og bæjarfulltrúana Guðmund Baldvin Guðmundsson og Gunnar Gíslason í starfshópinn og skal tillögum skilað fyrir 15. ágúst 2016.

3.Tímabundið tilraunaverkefni í Leikskólanum Pálmholti

Málsnúmer 2015090067Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 6. maí 2016:

Kynnt stöðuskýrsla og niðurstaða könnunar meðal starfsmanna vegna tilraunaverkefnis á Leikskólanum Pálmholti veturinn 2015-2016. Lagt er til að Leikskólinn Pálmholt fái heimild til að vinna áfram að þróun aðferðafræðinnar og framlengja tilraunaverkefnið frá 1. september 2016 - 30. apríl 2017.

Kjarasamninganefnd lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið og leggur til við bæjarráð að veitt verið heimild til að vinna áfram að verkefninu veturinn 2016-2017.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar.
Logi Már Einarsson S-lista mætti á fundinn kl. 08:43.

4.Sjúkraliðar í Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu

Málsnúmer 2016050041Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 6. maí 2016:

Umfjöllun um ósamræmi í launakjörum sjúkraliða sem vinna sömu störf skv. mismunandi kjarasamningum. Lagt er til að samþykkt verði að jafna kjör núverandi starfsmanna frá 1. maí 2015 og gildi ákvörðunin til loka núgildandi kjarasamnings 31. mars 2019.

Kjarasamninganefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð að jafna kjör núverandi starfsmanna í Kili með gildistíma til 31. mars 2019.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar.

5.Mannauðsstefna Akureyrarbæjar - umsagnir nefnda - bæjarráð

Málsnúmer 2016050019Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar endurskoðuð mannauðsstefna Akureyrarbæjar.

Tólf manna starfshópur hefur undanfarna mánuði unnið að endurskoðun mannauðsstefnu Akureyrarbæjar og er nú komið að umsagnarferli. Helsta breyting í endurskoðuninni er að þjónustustefna og velferðarstefna starfsmanna voru sameinaðar mannauðsstefnunni. Endurskoðun þjónustustefnunnar náði til þeirra leiða sem tilteknar eru að markmiðum en ekki annarra þátta. Inntak velferðarstefnu starfsmanna kemur nú fram í köflum um heilbrigði, öryggi og vinnuvernd og viðverustjórnun.


Nú þegar hefur verið óskað eftir umsögnum frá starfsfólki bæjarins, trúnaðarmönnum og forsvarsmönnum stéttarfélaga.

Umsagnir fagnefnda þurfa að berast eigi síðast en 17. maí nk. Umsagnir skal senda á mannaudsstefna@akureyri.is.
Rætt um mannauðsstefnuna.

Gunnar Gíslason lagði fram ábendingar sem bæjarráð er sammála um að senda nefndinni.

Bæjarfulltrúar hafa tíma til 17. maí nk. til að skila inn frekari ábendingum.

6.Aflið - systursamtök Stígamóta - styrkbeiðni - samstarfssamningur 2015

Málsnúmer 2015040043Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 4. maí 2016:

Drög að samstarfssamningi við Aflið lagður fyrir að nýju auk leigusamnings vegna Gamla Spítala - Gudmanns Minde.

Velferðarráð samþykkir fyrirliggjandi samstarfssamning á milli Akureyrarbæjar og Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi og vísar honum til bæjarráðs.

Velferðarráð óskar eftir því að fjárheimild vegna Gudmanns Minde, Aðalstræti 14 verði flutt til þess að standa undir kostnaði við samninginn.

Ennfremur samþykkir velferðarráð fyrir sitt leyti fyrirliggjandi húsaleigusamning vegna Gudmanns Minde, Aðalstræti 14.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt samhljóða.

Sóley Björk Stefánsdóttir vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.


Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi húsaleigusamning, en vísar samstarfssamningi aftur til velferðarráðs.

7.Atli Fannar Franklín - styrkbeiðni vegna ólympíuleikanna í stærðfræði 2016

Málsnúmer 2016040225Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. mars 2016, móttekið 29. apríl 2016 frá Atla Fannari Franklín þar sem hann óskar eftir styrk vegna þátttöku hans í ólympíuleikunum í stærðfræði í Hong Kong 2016.
Gunnar Gíslason D-lista lagði fram tillögu um styrk að upphæð kr. 100.000 og var tillagan felld með 3 atkvæðum gegn atkvæði Gunnars Gíslasonar. Preben Jón Pétursson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.


Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 sem er í samræmi við venju og verður tekin af liðnum styrkveitingar bæjarráðs.

Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að móta reglur um styrkveitingar af þessu tagi.

8.Erla Sigríður Sigurðardóttir - styrkbeiðni vegna ólympíuleikanna í eðlisfræði 2016

Málsnúmer 2016040226Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. apríl 2016 frá Erlu Sigríði Sigurðardóttur þar sem hún óskar eftir styrk vegna þátttöku í Ólympíuleikunum í eðlisfræði sem haldnir verða í Sviss dagana 11.- 17. júlí nk.
Gunnar Gíslason D-lista lagði fram tillögu um styrk að upphæð kr. 100.000 og var tillagan felld með 3 atkvæðum gegn atkvæði Gunnars Gíslasonar. Preben Jón Pétursson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.


Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 sem er í samræmi við venju og verður tekin af liðnum styrkveitingar bæjarráðs.

Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að móta reglur um styrkveitingar af þessu tagi.

9.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2016

Málsnúmer 2016010056Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 838. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 29. apríl 2016. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: https://www.samband.is/um-sambandid/skipulag/stjorn-sambandsins/

10.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir veturinn 2015-2016

Málsnúmer 2015110022Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 28. apríl 2016. Fundargerðin er í 5 liðum.
Bæjarráð vísar 1., 4. og 5. lið til skipulagsdeildar, 3. lið til búsetudeildar og 2. lið til framkvæmdadeildar.

11.Félagsstofnun stúdenta - ársreikningur 2016

Málsnúmer 2016040213Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri fyrir árið 2015.

12.Greið leið ehf - aðalfundur 2016

Málsnúmer 2016040207Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. apríl 2016 frá Pétri Þór Jónassyni stjórnarformanni þar sem hann boðar til aðalfundar Greiðrar leiðar ehf sem haldinn verður þriðjudaginn 10. maí nk. að Hafnarstræti 91, Akureyri, 3. hæð kl. 11:00.
Formaður bæjarráðs fór með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

13.Málræktarsjóður - aðalfundur 2016

Málsnúmer 2016050059Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. maí 2016 frá framkvæmdastjóra Málræktarsjóðs þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins föstudaginn 3. júní nk. kl. 15:30, fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu í fundarsalnum Esju.
Bæjarráð felur Hólmkeli Hreinssyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum. Einnig tilnefnir bæjarráð Hólmkel í fulltrúaráð Málræktarsjóðs.

14.Flokkun Eyjafjörður ehf - aðalfundur 2016

Málsnúmer 2016040208Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. apríl 2016 frá Ólöfu Hörpu Jósefsdóttur forstöðumanni Flokkunar Eyjafjörður ehf þar sem hún boðar til aðalfundar Flokkunar Eyjafjörður ehf þriðjudaginn 17. maí nk. kl. 13:00. Fundurinn verður haldinn á Hótel Kea.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

15.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerð

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram 98. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsett 15. apríl 2016. Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Bæjarráð vísar 1. lið til formanns framkvæmdaráðs og bæjartæknifræðings, 3. lið til forstöðumanns umhverfismála, 2., 4., 5. og 6. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

16.Hverfisnefnd Oddeyrar - fundargerðir 2016

Málsnúmer 2016010035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar hverfisnefndar Oddeyrar dagsett 31. mars 2016. Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/oddeyri/fundargerdir

17.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir 2016

Málsnúmer 2016010037Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 92. fundar - aðalfundur hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsett 13. apríl 2016. Fundargerðina má finna á netslóðinni:

https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi

18.Fræðslunefnd - skipun nefndarmanna

Málsnúmer 2014100302Vakta málsnúmer

Kosning varaformanns í fræðslunefnd.
Bæjarráð skipar Dagnýju Magneu Harðardóttur sem varaformann í fræðslunefnd.

19.Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, 673. mál

Málsnúmer 2016050042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 4. maí 2016 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingar á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, 673. mál 2016.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/1101.html

20.Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, 670. mál

Málsnúmer 2016050043Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 4. maí 2016 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-reglur, stjórnvaldssektir), 670. mál 2016.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/1098.html

Fundi slitið - kl. 10:29.