Erla Sigríður Sigurðardóttir - styrkbeiðni vegna ólympíuleikanna í eðlisfræði 2016

Málsnúmer 2016040226

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3505. fundur - 12.05.2016

Erindi dagsett 28. apríl 2016 frá Erlu Sigríði Sigurðardóttur þar sem hún óskar eftir styrk vegna þátttöku í Ólympíuleikunum í eðlisfræði sem haldnir verða í Sviss dagana 11.- 17. júlí nk.
Gunnar Gíslason D-lista lagði fram tillögu um styrk að upphæð kr. 100.000 og var tillagan felld með 3 atkvæðum gegn atkvæði Gunnars Gíslasonar. Preben Jón Pétursson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.


Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 sem er í samræmi við venju og verður tekin af liðnum styrkveitingar bæjarráðs.

Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að móta reglur um styrkveitingar af þessu tagi.