Atli Fannar Franklín - styrkbeiðni vegna ólympíuleikanna í stærðfræði 2016

Málsnúmer 2016040225

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3505. fundur - 12.05.2016

Erindi dagsett 26. mars 2016, móttekið 29. apríl 2016 frá Atla Fannari Franklín þar sem hann óskar eftir styrk vegna þátttöku hans í ólympíuleikunum í stærðfræði í Hong Kong 2016.
Gunnar Gíslason D-lista lagði fram tillögu um styrk að upphæð kr. 100.000 og var tillagan felld með 3 atkvæðum gegn atkvæði Gunnars Gíslasonar. Preben Jón Pétursson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.


Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 sem er í samræmi við venju og verður tekin af liðnum styrkveitingar bæjarráðs.

Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að móta reglur um styrkveitingar af þessu tagi.