Mannauðsstefna Akureyrarbæjar - umsagnir nefnda

Málsnúmer 2016050019

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1229. fundur - 04.05.2016

Mannauðsstefna Akureyrarbæjar send til umsagnar.
Málinu frestað til næsta fundar.

Kjarasamninganefnd - 3. fundur - 06.05.2016

Lögð fram til kynningar tillaga starfshóps um endurskoðun Mannauðststefnu Akureyrarbæjar.

Umhverfisnefnd - 116. fundur - 10.05.2016

Tekin til umsagnar drög að mannauðsstefnu Akureyrarbæjar.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við drögin í heild en bendir á að bæta mætti upplýsingagjöf á launaseðlum.
Óskar Ingi Sigurðsson B-lista vék af fundi kl. 11:20.

Bæjarráð - 3505. fundur - 12.05.2016

Lögð fram til umsagnar endurskoðuð mannauðsstefna Akureyrarbæjar.

Tólf manna starfshópur hefur undanfarna mánuði unnið að endurskoðun mannauðsstefnu Akureyrarbæjar og er nú komið að umsagnarferli. Helsta breyting í endurskoðuninni er að þjónustustefna og velferðarstefna starfsmanna voru sameinaðar mannauðsstefnunni. Endurskoðun þjónustustefnunnar náði til þeirra leiða sem tilteknar eru að markmiðum en ekki annarra þátta. Inntak velferðarstefnu starfsmanna kemur nú fram í köflum um heilbrigði, öryggi og vinnuvernd og viðverustjórnun.


Nú þegar hefur verið óskað eftir umsögnum frá starfsfólki bæjarins, trúnaðarmönnum og forsvarsmönnum stéttarfélaga.

Umsagnir fagnefnda þurfa að berast eigi síðast en 17. maí nk. Umsagnir skal senda á mannaudsstefna@akureyri.is.
Rætt um mannauðsstefnuna.

Gunnar Gíslason lagði fram ábendingar sem bæjarráð er sammála um að senda nefndinni.

Bæjarfulltrúar hafa tíma til 17. maí nk. til að skila inn frekari ábendingum.

Velferðarráð - 1230. fundur - 18.05.2016

Endurskoðuð mannauðsstefna Akureyrarbæjar tekin fyrir að nýju.
Velferðarráð gerir ekki athugasemdir við mannauðsstefnuna en kemur með hugmynd um að heiðra starfsmenn Akureyrarbæjar fyrir langan starfsaldur hjá bænum t.d. eftir 25 eða 30 ára starf.

Íþróttaráð - 191. fundur - 19.05.2016

Drög að Mannauðsstefnu Akureyrarbæjar tekin til umsagnar.
Íþróttaráð gerir ekki athugasemdir við drög að mannauðsstefnu og samþykkir hana fyrir sitt leyti.
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir V-lista vék af fundi kl. 15:45.

Íþróttaráð þakkar Golfkúbbi Akureyrar fyrir fundaraðstöðuna.

Framkvæmdaráð - 329. fundur - 20.05.2016

Óskað er eftir umsögn framkvæmdaráðs um mannauðsstefnu Akureyrarbæjar
Framkvæmdaráð telur að stefnan sé of löng, nokkuð um endurtekningar og ábyrgðaraðilar séu of margir.

Stjórn Akureyrarstofu - 210. fundur - 26.05.2016

Óskað er eftir umsögn stjórnar Akureyrarstofu um mannauðsstefnu Akureyrarbæjar.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir ánægju sinni með drögin, uppsetning er góð, ábyrgð víðast hvar skýr en til bóta væri að stytta textann og sameina kafla ef kostur er. Framkvæmdastjóra falið að koma á framfæri þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.