Tímabundið tilraunaverkefni

Málsnúmer 2015090067

Vakta málsnúmer

Kjarasamninganefnd - 6. fundur - 21.09.2015

Kynnt erindi dagsett 4. september 2015 frá Hildi Óladóttur aðstoðarleikskólastjóra á Pálmholti þar sem óskað er eftir heimild fyrir tímabundnu tilraunaverkefni á leikskólanum Pálmholti veturinn 2015-2016.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að heimild verði veitt fyrir tilraunaverkefni á leikskólanum Pálmholti til vors 2016.
Kjarasamninganefnd óskar eftir að fá í febrúar 2016 stöðuskýrslu um reynslu af verkefninu, sem byggir m.a. á könnun meðal starfsmanna.

Bæjarráð - 3473. fundur - 01.10.2015

4. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 21. september 2015:

Kynnt erindi dagsett 4. september 2015 frá Hildi Óladóttur aðstoðarleikskólastjóra á Pálmholti þar sem óskað er eftir heimild fyrir tímabundnu tilraunaverkefni á leikskólanum Pálmholti veturinn 2015-2016.

Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að heimild verði veitt fyrir tilraunaverkefni á leikskólanum Pálmholti til vors 2016.

Kjarasamninganefnd óskar eftir að fá í febrúar 2016 stöðuskýrslu um reynslu af verkefninu, sem byggir m.a. á könnun meðal starfsmanna.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar.

Kjarasamninganefnd - 3. fundur - 06.05.2016

Kynnt stöðuskýrsla og niðurstaða könnunar meðal starfsmanna vegna tilraunaverkefnis á Leikskólanum Pálmholti veturinn 2015 - 2016. Lagt er til að Leikskólinn Pálmholt fá heimild til að vinna áfram að þróun aðferðafræðinnar og framlengja tilraunaverkefnið frá 1. september 2016 - 30. apríl 2017.
Kjarasamninganefnd lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið og leggur til við bæjarráð að veitt verið heimild til að vinna áfram að verkefninu veturinn 2016 - 2017.

Bæjarráð - 3505. fundur - 12.05.2016

5. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 6. maí 2016:

Kynnt stöðuskýrsla og niðurstaða könnunar meðal starfsmanna vegna tilraunaverkefnis á Leikskólanum Pálmholti veturinn 2015-2016. Lagt er til að Leikskólinn Pálmholt fái heimild til að vinna áfram að þróun aðferðafræðinnar og framlengja tilraunaverkefnið frá 1. september 2016 - 30. apríl 2017.

Kjarasamninganefnd lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið og leggur til við bæjarráð að veitt verið heimild til að vinna áfram að verkefninu veturinn 2016-2017.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar.

Kjarasamninganefnd - 7. fundur - 03.07.2017

Tekið fyrir erindi frá leikskólanum Pálmholti um framhald tilraunaverkefnis sem hófst haustið 2015.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að heimild verði veitt til að framlengja tilraunaverkefni á leikskólanum Pálmholti til vors 2018. Kjarasamninganefnd óskar eftir að fá í júní 2018 skýrslu sem byggir m.a. á könnun meðal starfsmanna, um reynslu af verkefninu.

Bæjarráð - 3560. fundur - 06.07.2017

1. liður í fundargerð kjarasamninganefnd dagsett 3. júlí 2017:

Tekið fyrir erindi frá leikskólanum Pálmholti um framhald tilraunaverkefnis sem hófst haustið 2015.

Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að heimild verði veitt til að framlengja tilraunaverkefni á leikskólanum Pálmholti til vors 2018. Kjarasamninganefnd óskar eftir að fá í júní 2018 skýrslu sem byggir m.a. á könnun meðal starfsmanna, um reynslu af verkefninu.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar.

Kjarasamninganefnd - 5. fundur - 20.08.2018

Tekið fyrir erindi dags. 9. ágúst 2018 frá stjórnendum á Leikskólanum Pálmholti um tilraunaverkefni sem verið hefur í gangi á leikskólanum frá því haustið 2015.
Kjarasamninganefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir frekari gögnum vegna málsins. Óskað er eftir að sviðsstjóri fræðslusviðs og skólastjóri Pálmholts mæti á næsta fund nefndarinnar og geri grein fyrir reynslu leikskólans af verkefninu.

Kjarasamninganefnd - 6. fundur - 24.09.2018

Tekið fyrir að nýju erindi áður á dagskrá kjarasamninganefndar 20. ágúst 2018.

Tekið fyrir erindi dagsett 9. ágúst 2018 frá stjórnendum á Leikskólanum Pálmholti um tilraunaverkefni sem verið hefur í gangi á leikskólanum frá því haustið 2015.

Kjarasamninganefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir frekari gögnum vegna málsins. Óskað er eftir að sviðsstjóri fræðslusviðs og skólastjóri Pálmholts mæti á næsta fund nefndarinnar og geri grein fyrir reynslu leikskólans af verkefninu.

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs, Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Leikskólans Pálmholts og Áslaug Magnúsdóttir aðstoðarleikskólastjóri sátu fund nefndarinnar.
Kjarasamninganefnd samþykkir heimild til að framlengja verkefnið til vors 2019.

Gerð verði úttekt á verkefninu og árangur metinn og niðurstaða úttektarinnar lögð fyrir kjarasamninganefnd í maí 2019.

Kjarasamninganefnd - 2. fundur - 26.04.2019

Kynnt könnun á viðhorfum starfsmanna til tilraunaverkefnis um fyrirkomulag vinnutíma á Pálmholti.

Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri leikskólans Pálmholts og Áslaug Magnúsdóttir aðstoðarskólastjóri Pálmholts sátu fundinn.
Rætt um niðurstöðu könnnunarinnar og ákvörðun um framhald frestað.

Kjarasamninganefnd - 4. fundur - 30.09.2019

Umfjöllun um framhald tímabundins tilraunaverkefnis um fyrirkomulag vinnutíma starfsmanna á Pálmholti.

Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri leikskólans Pálmholts og Áslaug Magnúsdóttir aðstoðarskólastjóri Pálmholts sátu fundinn undir þessum lið.
Kjarasamninganefnd samþykkir að framlengja verkefnið til 31. deember 2019.