Sjúkraliðar í Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu

Málsnúmer 2016050041

Vakta málsnúmer

Kjarasamninganefnd - 3. fundur - 06.05.2016

Umfjöllun um ósamræmi í launakjörum sjúkraliða sem vinna sömu störf skv. mismunandi kjarasamningum. Lagt er til að samþykkt verði að jafna kjör núverandi starfsmanna frá 1. maí 2015 og gildi ákvörðunin til loka núgildandi kjarasamnings 31. mars 2019.
Kjarasamninganefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð að jafna kjör núverandi starfsmanna í Kili með gildistíma til 31. mars 2019.

Bæjarráð - 3505. fundur - 12.05.2016

Logi Már Einarsson S-lista mætti á fundinn kl. 08:43.
6. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 6. maí 2016:

Umfjöllun um ósamræmi í launakjörum sjúkraliða sem vinna sömu störf skv. mismunandi kjarasamningum. Lagt er til að samþykkt verði að jafna kjör núverandi starfsmanna frá 1. maí 2015 og gildi ákvörðunin til loka núgildandi kjarasamnings 31. mars 2019.

Kjarasamninganefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð að jafna kjör núverandi starfsmanna í Kili með gildistíma til 31. mars 2019.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar.

Kjarasamninganefnd - 2. fundur - 06.04.2020

Umfjöllun um ósamræmi í launakjörum sjúkraliða sem vinna sömu störf skv. mismunandi kjarasamningum. Lagt er til að samþykkt verði að jafna kjör núverandi starfsmanna sem eru félagsmenn í Kili við kjör félagsmanna í Sjúkraliðafélagi Íslands frá 1. janúar 2020 og gildi ákvörðunin til loka núgildandi kjarasamnings 31. mars 2023.
Kjarasamninganefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð að jafna kjör núverandi félagsmanna í Kili við kjör félagsmanna í Sjúkraliðafélagi Íslands með gildistíma til 31. mars 2023.

Bæjarráð - 3678. fundur - 08.04.2020

Liður 3 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 6. apríl 2020:

Umfjöllun um ósamræmi í launakjörum sjúkraliða sem vinna sömu störf skv. mismunandi kjarasamningum. Lagt er til að samþykkt verði að jafna kjör núverandi starfsmanna sem eru félagsmenn í Kili við kjör félagsmanna í Sjúkraliðafélagi Íslands frá 1. janúar 2020 og gildi ákvörðunin til loka núgildandi kjarasamnings 31. mars 2023.

Kjarasamninganefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð að jafna kjör núverandi félagsmanna í Kili við kjör félagsmanna í Sjúkraliðafélagi Íslands með gildistíma til 31. mars 2023.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að kjör sjúkraliða sem eru félagsmenn í Kili verði jöfnuð við kjör félagsmanna í Sjúkraliðafélagi Íslands frá 1. janúar 2020 til loka núgildandi kjarasamnings, 31. mars 2023.