Innkaupamál hjá Akureyrarbæ

Málsnúmer 2016020115

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3494. fundur - 18.02.2016

Karl Guðmundsson verkefnastjóri mætti á fund bæjarráðs og fór yfir innkaupamál bæjarins og áframhaldandi aðild Akureyrarbæjar að rammasamningum Ríkiskaupa.

Bæjarstjórn - 3400. fundur - 01.11.2016

Bæjarfulltrúi Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista óskaði eftir umræðu um kaup á þjónustu og vörum á vegum Akureyrarbæjar.
Bæjarfulltrúi Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að í öllum samningum verklegra framkvæmda, kaupa á þjónustu og vörum á vegum sveitarfélagsins verði sett inn ákvæði um keðjuábyrgð þeirra seljenda sem sveitarfélagið semur við. Með þessu vill Akureyrarbær tryggja að allir starfsmenn, hvort sem það eru starfsmenn verktaka, undirverktaka eða starfsmannaleiga, njóti launa, trygginga og annarra réttinda í samræmi við gildandi kjarasamninga og lög hverju sinni. Aðalverktakinn yrði í verksamningi, gerður ábyrgur fyrir að tryggja kjarasamnings- og lögbundin réttindi allra starfsmanna sem að verkinu koma.

Þetta verður gert til að koma í veg fyrir undirboð og óeðlilega samkeppnishætti á vinnumarkaði.


Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.