Dómur E-181/2014

Málsnúmer 2014060169

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3455. fundur - 16.04.2015

Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista vék af fundi kl. 09:27 og mætti aftur kl. 10:00.
Lagður fram dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra nr. E-181/2014. Mál höfðað af Akureyrarkaupstað á hendur Snorra Óskarssyni og innanríkisráðuneytinu til réttargæslu.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið og kynnti dóminn.
Bæjarráð frestar ákvörðun um áfrýjun til næsta fundar.
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista vék af fundi 10:05.

Bæjarráð - 3456. fundur - 24.04.2015

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði ákvörðun um áfrýjun dóms nr. E-181/2014 á fundi sínum þann 16. apríl sl.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Ragnar Hólm Ragnarsson verkefnastjóri kynningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Gunnar Gíslason D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Logi Már Einarsson S-lista sat sjá við afgreiðslu.
Gunnar Gíslason vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarráð samþykkir að áfrýja dómnum til Hæstaréttar.

Bæjarráð - 3494. fundur - 18.02.2016

Lagður fram dómur Hæstaréttar nr. 396/2015.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.