Héraðsnefnd Eyjafjarðar - framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð

Málsnúmer 2007100109

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3267. fundur - 24.03.2011

Erindi dags. 3. mars 2011 frá Sigurði Val Ásbjarnasyni bæjarstjóra Fjallabyggðar varðandi samkomulag um stofnun og byggingu framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að óska eftir viðræðum um endurskoðun samkomulagsins á grundvelli breyttra forsendna.

Bæjarráð - 3294. fundur - 03.11.2011

Ólafur Jónsson vék af fundi kl. 11:25, en tók þátt í umræðu og afgreiðslu 6. og 7. liðar.

Rætt um samkomulag við Fjallabyggð um uppgjör á kostnaði vegna Menntaskólans á Tröllaskaga.

Bæjarráð - 3340. fundur - 08.11.2012

Lögð fram drög að samkomulagi Fjallabyggðar og Akureyrarkaupstaðar um framlag til stofnkostnaðar við Menntaskólann á Tröllaskaga þar sem meðal annars kemur fram að fulltrúar Fjallabyggðar og Akureyrarkaupstaðar hafa fallist á að kröfu um þátttöku Akureyrarkaupstaðar í húsaleigu Menntaskólans á Tröllaskaga verði vísað til AFE til umfjöllunar og afgreiðslu.

Bæjarráð getur ekki samþykkt fyrirliggjandi drög og telur farsælast að þau sveitarfélög sem hlut eiga að máli leysi það án aðkomu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar að vinna að lausn málsins.

Bæjarráð - 3468. fundur - 13.08.2015

Lagt fram erindi dagsett 25. júní 2015 frá Gunnari Inga Birgissyni bæjarstjóra Fjallabyggðar er varðar húsaleigugreiðslur vegna Menntaskólans á Tröllaskaga.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hafnar erindinu og felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

Bæjarráð - 3489. fundur - 07.01.2016

Bréf dagsett 18. desember 2015 frá Gunnari Inga Birgissyni bæjarstjóra Fjallabyggðar þar sem fram kemur svar Fjallabyggðar við sáttatillögu Akureyrarkaupstaðar vegna Menntaskólans á Tröllaskaga.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð - 3494. fundur - 18.02.2016

Lagt fram til kynningar svar bæjarstjórnar Fjallabyggðar dagsett 11. febrúar 2016 við sáttatillögu Akureyrarkaupstaðar vegna húsnæðis Menntaskólans á Tröllaskaga.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við Fjallabyggð.

Bæjarráð - 3515. fundur - 21.07.2016

Erindi dagsett 11. júlí 2016 frá Gunnari Birgissyni bæjarstjóra Fjallabyggðar varðandi kostnaðarskiptingu vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við Menntaskólann á Tröllaskaga.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir þátttöku í fyrirhugaðri viðbyggingu við Menntaskólann á Tröllaskaga.

Bæjarráð - 3579. fundur - 07.12.2017

Lagt fram erindi dagsett 29. nóvember 2017 frá deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála Fjallabyggðar þar sem fram koma upplýsingar um kostnaðaruppgjör vegna viðbyggingar Menntaskólans á Tröllaskaga.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að greiða hlutdeild Akureyrarbæjar sem fram kemur í kostnaðaruppgjöri vegna viðbyggingar Menntaskólans á Tröllaskaga.