Reglur velferðarsviðs um stuðningsþjónustu

Málsnúmer 2022090993

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1356. fundur - 28.09.2022

Lögð fram drög að nýjum reglum um stuðningsþjónustu.

Elfa Björk Gylfadóttir forstöðumaður heimaþjónustu B, Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu A og Hlynur Már Erlingsson forstöðumaður fjölskyldustuðnings sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð vísar drögum að reglum um stuðningsþjónustu til öldungaráðs, samráðshóps um málefni fatlaðs fólks, fræðslu- og lýðheilsusviðs auk Hörgársveitar, Grýtubakkahrepps, Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps til umsagnar.

Öldungaráð - 22. fundur - 12.10.2022

Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður í heimaþjónustu og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs kynntu drög að reglum velferðarsviðs um stuðningsþjónustu.

Öldungaráð óskar eftir því að Félag eldri borgara á Akureyri fari yfir drögin að reglunum og skili inn athugasemdum fyrir 24. október nk.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 6. fundur - 18.10.2022

Reglur um stuðningsþjónustu voru sendar samráðshópnum og óskað eftir umsögn.
Samráðshópurinn samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög að reglum um stuðningsþjónustu.

Velferðarráð - 1359. fundur - 09.11.2022

Lagðar fram til afgreiðslu reglur um stuðningsþjónustu.

Bergdís Ösp Bjarkadóttir, Elfa Björk Gylfadóttir og Hlynur Már Erlingsson forstöðumenn sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð ákveður að fresta málinu þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

Velferðarráð - 1360. fundur - 23.11.2022

Lagðar fram til afgreiðslu reglur um stuðningsþjónustu.

Halldóra Hauksdóttir lögfræðingur, Bergdís Ösp Bjarkadóttir, Elfa Björk Gylfadóttir og Hlynur Már Erlingsson forstöðumenn sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð frestar ákvörðun í málinu.

Velferðarráð - 1361. fundur - 14.12.2022

Lagðar fram til afgreiðslu reglur um stuðningsþjónustu.

Halldóra Hauksdóttir lögfræðingur og Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir reglunar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjastjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn - 3521. fundur - 20.12.2022

Liður 3 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 14. desember 2022:

Lagðar fram til afgreiðslu reglur um stuðningsþjónustu.

Halldóra Hauksdóttir lögfræðingur og Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir reglunar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjastjórnar til afgreiðslu.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um stuðningsþjónustu með 10 samhljóða atkvæðum.

Velferðarráð - 1367. fundur - 26.04.2023

Lagðar fram til samþykktar reglur um stuðningsþjónustu. Stutt er síðan reglurnar voru samþykktar og nú er um að ræða minniháttar breytingar.

Arnþrúður Eik Helgadóttir iðjuþjálfi sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarstjórn - 3528. fundur - 02.05.2023

Liður 4 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 26. apríl 2023:

Lagðar fram til samþykktar reglur um stuðningsþjónustu. Stutt er síðan reglurnar voru samþykktar og nú er um að ræða minniháttar breytingar.

Arnþrúður Eik Helgadóttir iðjuþjálfi sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um stuðningsþjónustu fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarstjórnar.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á reglum um stuðningsþjónustu með 11 samhljóða atkvæðum.