Alþjóðastofa - starfsemi

Málsnúmer 2022120234

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1361. fundur - 14.12.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 14. desember 2022 þar sem fjallað er um framtíð þeirra verkefna sem Alþjóðastofa hefur sinnt fram að þessu og lögð fram tillaga um breytingar á starfseminni.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður og Zane Brikowska ráðgjafi samræmdrar mótttöku flóttamanna sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir að Alþjóðastofa verði lögð niður þar sem um tilfærslu á verkefnum er að ræða en ekki skerðingu á þjónustu.

Bæjarráð - 3794. fundur - 12.01.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 14. desember 2022 þar sem fjallað er um starfsemi Alþjóðastofu, framtíð þeirra verkefna sem Alþjóðastofa hefur sinnt fram að þessu og lögð fram tillaga um að formfesta í skipulagi þær breytingar sem orðið hafa á starfseminni.

Málið var á dagskrá velferðarráðs þann 14. desember sl.

Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri velferðarsviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs staðfestir ákvörðun velferðarráðs um að Alþjóðastofa sem sérstök eining í stjórnkerfinu verði lögð niður, enda sé um að ræða tilfærslu á verkefnum en ekki skerðingu á þjónustu.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Við höfum áhyggjur af því að þjónusta við fólk af erlendum uppruna muni skerðast með þessari ákvörðun, sé samhliða ekki tekin ákvörðun um aukið vægi fjölmenningarmála á öðru sviði sveitarfélagsins. Eðlilegast væri að taka ekki aðeins þá ákvörðun að leggja niður 50% stöðugildi á velferðarsviði, heldur að umrætt stöðugildi myndi færast yfir á mannauðssvið sem ber ábyrgð á innleiðingu og eftirfylgni mannréttindastefnu Akureyrarbæjar.