Samningur um sjúkraflug - 2019-2021 - Sjúkratr. Ísl.

Málsnúmer 2019020255

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3629. fundur - 28.02.2019

Lögð fram til kynningar drög að samningi um sjúkraflug 2019-2021.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn. Jafnframt lýsir bæjarráð ánægju sinni með að náðst hafi samningur til þriggja ára um verkefnið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 104. fundur - 27.08.2021

Lagt fram minnisblað dagsett 22. júlí 2021 varðandi breytingar á samningum um sjúkraflutninga vegna COVID.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 144. fundur - 29.08.2023

Lagt fram minnisblað varðandi endurnýjun á samningum við Sjúkratryggingar Íslands um sjúkraflutninga.

Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð áréttar mikilvægi þess að faglega sé staðið að starfsemi sjúkraflutninga á landi og í lofti. Til að svo geti orðið er brýnt að ríkið fjármagni sinn hlut í verkefninu með viðunandi hætti og leggi fram þann búnað sem nauðsynlegur er.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 152. fundur - 19.12.2023

Staðan á samningum við Sjúkratryggingar Íslands rædd.

Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 153. fundur - 16.01.2024

Staða á viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands varðandi samninga um sjúkraflutninga rædd.