Hafnarstræti 16

Málsnúmer 2021081099

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 104. fundur - 27.08.2021

Tekin fyrir beiðni frá velferðarsviði varðandi tilfærslu á framkvæmdum á framkvæmdaáætlun. Óskað er eftir því að framkvæmdir við Hafnarstræti 16 fari fram fyrir framkvæmdir við Nonnahaga í framkvæmdaröð vegna velferðarmála.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti breytta forgangsröðun á framkvæmdaáætlun þar sem framkvæmdir við Hafnarstræti 16 eru færðar fremst og vísar því til bæjarráðs til afgreiðslu.

Bæjarráð - 3738. fundur - 09.09.2021

Liður 2 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 27. ágúst 2021:

Tekin fyrir beiðni frá velferðarsviði varðandi tilfærslu á framkvæmdum á framkvæmdaáætlun. Óskað er eftir því að framkvæmdir við Hafnarstræti 16 fari fram fyrir framkvæmdir við Nonnahaga í framkvæmdaröð vegna velferðarmála.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti breytta forgangsröðun á framkvæmdaáætlun þar sem framkvæmdir við Hafnarstræti 16 eru færðar fremst og vísar því til bæjarráðs til afgreiðslu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir breytta forgangsröðun í framkvæmdaáætlun vegna velferðarmála með fimm samhljóða atkvæðum og vísar málinu að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar.

Velferðarráð - 1352. fundur - 11.05.2022

Lagt fram minnisblað Guðrúnar Guðmundsdóttur forstöðumanns og Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra dagsett 4. maí 2022.

Velferðarráð telur að brýnt sé að fá ný búsetuúrræði fyrir fatlað fólk inn í kerfið sem fyrst og leggur því til að framkvæmdum við búetukjarnann að Hafnarstræti 16 verði hraðað.

Málinu er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3771. fundur - 25.05.2022

Liður 3 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 11. maí 2022:

Lagt fram minnisblað Guðrúnar Guðmundsdóttur forstöðumanns og Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra dagsett 4. maí 2022.

Velferðarráð telur að brýnt sé að fá ný búsetuúrræði fyrir fatlað fólk inn í kerfið sem fyrst og leggur því til að framkvæmdum við búetukjarnann að Hafnarstræti 16 verði hraðað.

Málinu er vísað til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð leggur áherslu á að vinnu við skipulag og hönnun búsetukjarnans að Hafnarstræti 16 verði hraðað eins og kostur er og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 124. fundur - 20.09.2022

Ágúst Hafsteinsson arkitekt frá Form Ráðgjöf kynnti hönnun á verkefninu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 133. fundur - 21.02.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 17. febrúar 2023 vegna útboðs á framkvæmdum við nýbyggingu og endurgerð á Hafnarstræti 16.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að verkefnið verði auglýst í opnu útboði.