Ráðhúsið á Akureyri

Málsnúmer 2021011696

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 93. fundur - 29.01.2021

Lagt fram minnisblað dagsett 27. janúar 2021 varðandi áætlannir um endurbætur á og viðbyggingu við Ráðhúsið á Akuryeri.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að efna til forvals vegna hönnunar á viðbyggingu og endurbótum á Ráðhúsinu við Geislagötu og að kanna möguleikann á því að fá vistvæna vottun á framkvæmdina.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 98. fundur - 16.04.2021

Lögð fram niðurstaða forvalsnefndar dagsett 13. apríl 2021 varðandi forval fyrir boðskeppni vegna viðbyggingar við Ráðhúsið á Akureyri, endurbætur á hluta núverandi húss og endurhönnun á lóð og aðkomu Ráðhússins.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 104. fundur - 27.08.2021

Lögð fram til kynningar niðurstaða dómnefndar og tillögur í hönnunarsamkeppni vegna viðbyggingar og endurbóta á ráðhúsi Akureyrarbæjar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 119. fundur - 06.05.2022

Lögð fram drög að hönnunarsamningi fyrir arkitektahönnun á Ráðhúsi Akureyrar.
Afgreiðslu frestað.