Móahverfi landmótun - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2023060968

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 407. fundur - 23.08.2023

Erindi dagsett 19. júní þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir haugsetningu og landmótun með uppgreftri úr fyrsta áfanga Móahverfis. Um er að ræða um 30.000 m³ af jarðvegi sem verður notaður til landmótunar vestan Móahverfis á fyrirhuguðu skógræktarsvæði.

Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.