Grímsey - beiðni um styrk til byggingarsögulegrar rannsóknar

Málsnúmer 2022110417

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3788. fundur - 17.11.2022

Erindi dagsett 9. nóvember 2022 frá Elínu Ósk Hreiðarsdóttur f.h. Fornleifastofnunar Íslands og Hjörleifi Stefánssyni, f.h. Gullinsniðs ehf. þar sem óskað er eftir stuðningi frá Akureyrarbæ við byggingarsögulega rannsókn í Grímsey sem áætlað er að verði framkvæmd á næstu tveimur árum.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við aðstandendur verkefnisins.

Skipulagsráð - 407. fundur - 23.08.2023

Erindi dagsett 17. ágúst 2023 þar sem Elín Ósk Hreiðarsdóttir f.h. Fornleifastofnunar Íslands og Hjörleifur Stefánsson f.h. Gullinsniðs ehf. óska eftir styrk frá Akureyrarbæ fyrir húsakönnun í Grímsey.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 17. nóvember 2022.
Skipulagsráð samþykkir að veita jafnháan styrk til verksins og Húsafriðunarsjóður eða 700.000 kr. Er veiting styrksins með fyrirvara um að verkefnið samræmist kröfum Minjastofnunar um gerð húsaskráningar.