Grænbók um skipulagsmál - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 2023072484

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 406. fundur - 09.08.2023

Lögð fram grænbók um skipulagsmál ásamt drögum að greinargerð um stöðu skipulagsmála sem innviðaráðuneytið hefur lagt fram í samráðsgátt til kynningar og umsagnar.

Umsagnarfrestur er veittur til 24. ágúst 2023.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu til næsta fundar ráðsins sem verður þann 23. ágúst nk.

Skipulagsráð - 407. fundur - 23.08.2023

Lögð fram grænbók um skipulagsmál ásamt drögum að greinargerð um stöðu skipulagsmála sem innviðaráðuneytið hefur lagt fram í samráðsgátt til kynningar og umsagnar. Umsagnarfrestur er veittur til 24. ágúst 2023.

Erindið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9. ágúst sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð telur mikilvægt að tryggja aðkomu sveitarfélaga að skipulagi haf- og strandsvæða. Þá þarf að mati skipulagsráðs að skýra betur mörk ríkis og sveitarfélaga í skipulagsmálum í tengslum við nýlegar breytingar á skipulagslögum nr. 123/2010.