Gleráreyrar 1 - umsókn um stækkun skiltis

Málsnúmer 2023080175

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 406. fundur - 09.08.2023

Erindi dagsett 4. ágúst 2023 þar sem Elva Ýr Kristjánsdóttir f.h. Eikar fasteignafélags sækir um leyfi fyrir endurnýjun og stækkun ljósaskiltis á lóð Glerártorgs við Gleráreyrar 1. Umrædd stækkun er úr 8 m2 í 15,4 m².

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 25. nóvember 2020 og var afgreiðslu frestað þar til umsögn Vegagerðarinnar lægi fyrir.
Með vísan í umsögn Vegagerðarinnar samþykkir meirihluti skipulagsráðs að ljósaskilti á lóð Gleráreyra 1 verði endurnýjað til samræmis við fyrirliggjandi umsókn. Er samþykkið með fyrirvara um að hreyfimyndir verði ekki heimilaðar. Að öðru leyti verði farið eftir skilmálum í Samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarbæjar.

Er endanlegri afgreiðslu málsins vísað til byggingarfulltrúa.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 933. fundur - 14.09.2023

Erindi dagsett 4. ágúst 2023 þar sem Elva Ýr Kristjánsdóttir f.h. Eikar fasteignafélags sækir um leyfi fyrir endurnýjun og stækkun ljósaskiltana á lóð Glerártorgs við Gleráreyrar 1. Umrædd stækkun er úr 8 m² í 15,4 m². Jákvæð umsögn Vegagerðarinnar liggur fyrir.

Meirihluti skipulagsráðs tók jákvætt í erindið á fundi sínum 9. ágúst sl.
Byggingarfulltrúi samþykkir uppsetningu skiltanna. Skiltin skulu aðeins auglýsa starfsemi, vörur og þjónustu í húsunum, ekki vera með hreyfimyndum og hver auglýsing skal standa í að minnsta kosti eina mínútu.