Austurvegur 15 og 21 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023011119

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 395. fundur - 25.01.2023

Erindi Ásrúnar Ýrar Gestsdóttur verkefnastýru Áfram Hrísey dagsett 14. desember 2022 varðandi lóðir í Hrísey. Er m.a. óskað eftir að einbýlishúsalóðum nr. 19 og 21 við Austurveg verði breytt í par- eða raðhúsalóðir, að útbúnar verði iðnaðar-/atvinnulóðir og að frístundahúsalóðir verði gerðar byggingarhæfar.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagfulltrúa að vinna að breytingu á deiliskipulagi til samræmis við erindið.
Fylgiskjöl:

Skipulagsráð - 403. fundur - 24.05.2023

Lagðar fram tillögur Form ráðgjafar ehf. um útfærslu á breytingu á deiliskipulagi Austurvegar - Eyjabyggðar - Búðartanga í Hrísey. Tillögurnar ná til svæðis þar sem nú er gert ráð fyrir fjórum einbýlishúsalóðum við Austurveg 15-21.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að afla umsagnar hverfisráðs Hríseyjar.

Skipulagsráð - 406. fundur - 09.08.2023

Lögð fram umsögn hverfisráðs Hríseyjar dagsett 29. júní 2023 um tillögur Forms ráðgjafar ehf. um útfærslu á breytingu á deiliskipulagi Austurvegar - Eyjabyggðar - Búðartanga í Hrísey. Tillögurnar ná til svæðis þar sem nú er gert ráð fyrir fjórum einbýlishúsalóðum við Austurveg 15-21. Þá eru jafnframt lögð fram viðbrögð skipulagshönnuðar við umsögn hverfisráðs.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 24. maí sl. og var afgreiðslu frestað þar til umsögn hverfisráðs lægi fyrir.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að vinna að breytingu á deiliskipulagi til samræmis við nýja tillögu Forms ráðgjafar.

Skipulagsráð - 415. fundur - 10.01.2024

Lögð fram tillaga Ágústs Hafsteinssonar arkitekts til samræmis við bókun skipulagsráða frá 9. ágúst 2023 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóða við Austurveg 15, 17, 19 og 21 í Hrísey. Í breytingunni felst að á lóðum 15 og 17 verður heimilt að byggja tveggja hæða parhús-/fjórbýlishús og á lóðum 19 og 21 verði heimilt að byggja 2 hæða einbýlishús.
Skipulagsráð samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði kynnt sem vinnslutillaga skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 417. fundur - 14.02.2024

Kynning á tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi við Austurveg, Eyjabyggð og Búðartanga í Hrísey vegna áforma um að breyta 4 lóðum við Austurveg 15-21 lauk þann 1. febrúar sl.

Umsagnir bárust frá Norðurorku, Rarik, Minjastofnun Íslands og hverfisráði Hríseyjar. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3541. fundur - 20.02.2024

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. febrúar 2024:

Kynning á tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi við Austurveg, Eyjabyggð og Búðartanga í Hrísey vegna áforma um að breyta 4 lóðum við Austurveg 15-21 lauk þann 1. febrúar sl.

Umsagnir bárust frá Norðurorku, Rarik, Minjastofnun Íslands og hverfisráði Hríseyjar. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.