Skipulagsráð

405. fundur 05. júlí 2023 kl. 08:15 - 11:01 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá

1.Starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs 2022 - 2025

Málsnúmer 2022020303Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð starfsáætlun skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2023 og jafnframt drög að starfsáætlun fyrir 2024-2027.
Skipulagsráð samþykkir uppfærða starfsáætlun.

2.Norðurgata 3-7 - tillaga að uppbyggingu

Málsnúmer 2023021108Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. júní 2023 þar sem Haraldur Sigmar Árnason leggur fram endurskoðaða tillögu að uppbyggingu á lóðum nr. 3 til 7 við Norðurgötu.

Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 24. maí sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Oddeyrar, suðurhluta til samræmis við erindið. Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

3.Ráðhústorg 7 og 9 og Skipagata 1 - fyrirspurn um skipulagsmál

Málsnúmer 2023061780Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. júní 2023 þar sem Sigurjón Pálsson f.h. Grand ehf. leggur inn fyrirspurn um hvort heimilt sé að breyta deiliskipulagi miðbæjar á þann veg að hús á lóðum Ráðhústorgs 7 og 9 og Skipagötu 1 yrðu fimm hæðir en ekki fjórar eins og gildandi skipulag segir til um.
Skipulagsráð hafnar erindinu.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

4.Hafnarstræti 82 - fyrirspurn til skipulagsráðs

Málsnúmer 2023060492Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dagsett 28. júní 2023 um tillögu Odds Kr. Finnbjarnarsonar f.h. lóðarhafa Hafnarstrætis 82 að útliti viðbyggingar við Hafnarstræti 82.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 14. júní sl. og var afgreiðslu frestað þar til umsögn Minjastofnunar lægi fyrir.
Skipulagsráð samþykkir ekki tillögu umsækjanda að útliti viðbyggingar við Hafnarstræti 82 í ljósi umsagnar Minjastofnunar Íslands.

5.Strandgata 11B - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022100324Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð tillaga Rögg teiknistofu að breytingum á húsi á lóð nr. 11B við Strandgötu. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 12. apríl sl. þar sem tillögu að breytingu á deiliskipulagi var hafnað þar sem áform um breytingar á húsinu þóttu ekki samræmast yfirbragði byggðar á svæðinu.

Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til umsögn Minjastofnunar Íslands um tillöguna liggur fyrir.

6.Grundargata 7 - fyrirspurn um skipulagsmál

Málsnúmer 2023061543Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. júní 2023 þar sem Þorsteinn Pétur Guðjónsson f.h. Ormarslóns ehf. sækir um breytta notkun húsnæðis við Grundargötu 7. Fyrirhugað er að breyta íbúðarhúsi með þremur íbúðum í atvinnuhúsnæði í tengslum við gististarfsemi.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að gefið verði út leyfi fyrir rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi í húsinu ef íbúðir verða leigðar út í heilu lagi. Með því móti eykst ekki álag á bílastæði í götunni. Er heimildin með fyrirvara um samþykki allra eigenda í húsinu, sbr. ákvæði Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 um rekstrarleyfisskylda gististarfsemi í fjölbýlishúsum.

7.Hjalteyrargata 12 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023021247Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hjalteyrargötu 12 lauk þann 13. júní sl.

Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi vöruhafnar á Oddeyri með þeirri breytingu að byggingarreitur verði færður 1 m frá lóðamörkum.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

8.Mýrarvegur - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2023061729Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. júní 2023 þar sem Arwa Ahmed Hussein Al-Fadhli f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um leyfi fyrir uppsetningu biðstöðvar strætisvagna við Mýrarveg vestan við Verkmenntaskólann á Akureyri. Framkvæmdin kallar á breytingu á deiliskipulagi svæðisins.

Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
Fylgiskjöl:

9.Gránufélagsgata 10 - skipulag og uppbygging

Málsnúmer 2023061586Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um gildandi aðal- og deiliskipulag fyrir Gránufélagsgötu 10 og næsta nágrenni. Fyrirhugað er að fjarlægja núverandi hús á lóð Gránufélagsgötu 10 ásamt því að hefja þarf vinnu við endurskoðun deiliskipulags svæðisins til samræmis við ákvæði rammahluta Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 fyrir Oddeyri.

10.Matthíasarhagi 8 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2023061020Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. júní 2023 þar sem T21 ehf. sækir um lóð nr. 8 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi eru yfirlýsing viðskiptabanka og greinargerð um byggingaráform.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

11.Goðanes - fyrirspurn um lóð

Málsnúmer 2023061239Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. júní 2023 þar sem Hinrik Svansson leggur inn fyrirspurn varðandi svæði fyrir lóð í Goðanesi.
Skipulagsráð samþykkir að stofnuð verði lóð á svæði austan megin við Goðanes 10 og norðan við Goðanes 8 og úthlutunarskilmálar unnir fyrir hana. Er skipulagsfulltrúa falið að láta vinna breytingu á deiliskipulagi svæðisins til samræmis við ofangreint.
Fylgiskjöl:

12.Hrísmói 1-9 - úthlutun lóðar

Málsnúmer 2023030246Vakta málsnúmer

Tilboð í lóðir í fyrsta áfanga Móahverfis voru opnuð 30. mars sl. og var lóð nr. 1-9 við Hrísmóa úthlutað til hæstbjóðanda á fundi skipulagsráðs þann 12. apríl sl.

Lóðinni hefur verið skilað til Akureyrarbæjar og telst nú hæstbjóðandi í lóðina vera Katla ehf.

Viðkomandi hefur staðfest að hann muni taka lóðina og hefur skilað inn tilskildum gögnum þar að lútandi.
Skipulagsráð staðfestir úthlutun lóðar nr. 1-9 við Hrísmóa til Kötlu ehf.

Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

13.Lautarmói 1-5 - úthlutun lóðar

Málsnúmer 2023030244Vakta málsnúmer

Tilboð í lóðir í fyrsta áfanga Móahverfis voru opnuð 30. mars sl. Upphaflegur hæstbjóðandi í lóð nr. 1-5 við Lautarmóa hefur fallið frá tilboði sínu og telst hæstbjóðandi þar með vera HeiðGuð byggir ehf. Viðkomandi hefur staðfest að hann muni taka lóðina og hefur skilað inn tilskildum gögnum þar að lútandi.
Skipulagsráð staðfestir úthlutun lóðar nr. 1-5 við Lautarmóa til HeiðGuð byggis ehf.

Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

14.Móahverfi - auglýsing lóða

Málsnúmer 2022120463Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála varðandi úthlutun lóða í fyrsta áfanga Móahverfis og jafnframt farið yfir mögulegar úthlutunarleiðir fyrir lóðir í öðrum áfanga. Stefnt er að því að 28 einbýlishúsalóðir, 7 parhúsalóðir og 11 raðhúsalóðir fyrir samtals 87 íbúðareiningar verði auglýstar í lok sumars eða í haust 2023.

15.Skógarlundur - Dalsbraut - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2023060527Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. júní 2023 þar sem Jónas Valdimarsson f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð þrengingar og hraðahindrunar við gatnamót Skógarlundar og Dalsbrautar.

Meðfylgjandi eru framkvæmdalýsing og afstöðumynd.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

16.Skarðshlíð - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara

Málsnúmer 2023060526Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. júní 2023 þar sem Grétar Ómarsson f.h. Mílu ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í Skarðshlíð.

Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

17.Oddeyri, Mýrar, Skarðshlíð - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara

Málsnúmer 2023061723Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. júní 2023 þar sem Tengir ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í eftirtaldar götur:

Óseyri, Lyngholt, Skarðshlíð, Kotárgerði, Hamragerði, Ránargötu, Hjalteyrargötu, Kambsmýri og Kringlumýri.

Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

18.Innbær, miðbær, Hálönd, Brekka - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara

Málsnúmer 2023061728Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. júní 2023 þar sem Tengir ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í eftirtaldar götur:

Hörpuland, Helgamagrastræti, Munkaþverárstræti, Holtateig, Hörpulund, Hindarlund, Aðalstræti, Búðarfjöru, Hafnarstræti og Austurbrú.

Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

19.Móahverfi - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og lögnum

Málsnúmer 2023060874Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. júní 2023 þar sem Þórir Guðmundsson f.h. Norðurorku og umhverfis - og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu gatna og lagna í Móahverfi.

Meðfylgjandi eru framkvæmdaáætlun og útboðsteikningar.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

20.Hvannavellir - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna frágangs bílastæða

Málsnúmer 2023061737Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. júní 2023 þar sem Jónas Valdimarsson f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir frágangi bílastæða meðfram Hvannavöllum.

Meðfylgjandi eru framkvæmdalýsing og verkteikning.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

21.Glerárgata - umsókn um skilti

Málsnúmer 2023030480Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Vegagerðarinnar dagsett 26. júní 2023 þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir neikvæðri umsögn stofnunarinnar um fyrirhugaða uppsetningu ljósaskiltis við Glerárgötu.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 24. maí sl. og var afgreiðslu frestað.
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um framhald málsins.

22.Ytri-Varðgjá - umsagnarbeiðni um breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna hótelbyggingar

Málsnúmer 2023061168Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júní 2023 þar sem Eyjafjarðarsveit óskar umsagnar Akureyrarbæjar um drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og deiliskipulagi baðstaðar í landi Ytri-Varðgjár vegna áforma um hótelbyggingu með allt að 120 herbergjum.

Umsagnarfrestur er veittur til 19. júlí 2023.

Meðfylgjandi eru skipulagsuppdrættir.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við tillögurnar.

23.Dvergaholt 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023050301Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Guðbrands Sigurðssonar framkvæmdastjóra Brynju leigufélags ses. dagsett 23. júní 2023 um tillögu að samningi um uppbyggingu á lóð nr. 1 við Dvergaholt. Samkvæmt deiliskipulagi er heimilt að byggja allt að tólf íbúða fjölbýlishús á lóðinni og væri þá miðað við að fimm íbúðir yrðu í eigu Brynju leigufélags en að aðrar íbúðir yrðu seldar á almennum markaði með skilyrðum um hlutdeildarlán.
Skipulagsráð samþykkir að unnið verði að gerð samstarfssamnings við Brynju leigufélag ses. í samráði við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í tilraunaskyni.

24.Hulduholt 29 - úthlutun lóðar

Málsnúmer 2023061720Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að útboðsskilmálum fyrir lóðina Hulduholt 29 í Holtahverfi norður. Þá eru jafnframt lagðar fram teikningar af lóð Hulduholts 31 með ósk um samþykkt á frágangi á lóðamörkum milli lóða beggja vegna.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að samþykkt verði að leita eftir kauptilboðum í byggingarrétt lóðarinnar Hulduholts 29 til samræmis við fyrirliggjandi útboðsskilmála. Skipulagsráð samþykkir jafnframt að sett verði kvöð um frágang lóðamarka að sunnan- og norðanverðu þannig að hægt verði að ganga frá lóðamörkum Huduholts 27 og 31 til samræmis við fyrirliggjandi gögn.

25.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 919. fundar, dagsett 8. júní 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

26.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 920. fundar, dagsett 15. júní 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 2 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

27.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 921. fundar, dagsett 22. júní 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

28.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 922. fundar, dagsett 29. júní 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:01.