Dvergaholt 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023050301

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 402. fundur - 10.05.2023

Erindi dagsett 5. maí 2023 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Brynju leigufélags sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1 við Dvergaholt.

Sótt er um hækkun húss um eina hæð sem skal vera inndregin.

Meðfylgjandi eru minnisblað og greinargerð.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

Skipulagsráð - 405. fundur - 05.07.2023

Lagt fram erindi Guðbrands Sigurðssonar framkvæmdastjóra Brynju leigufélags ses. dagsett 23. júní 2023 um tillögu að samningi um uppbyggingu á lóð nr. 1 við Dvergaholt. Samkvæmt deiliskipulagi er heimilt að byggja allt að tólf íbúða fjölbýlishús á lóðinni og væri þá miðað við að fimm íbúðir yrðu í eigu Brynju leigufélags en að aðrar íbúðir yrðu seldar á almennum markaði með skilyrðum um hlutdeildarlán.
Skipulagsráð samþykkir að unnið verði að gerð samstarfssamnings við Brynju leigufélag ses. í samráði við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í tilraunaskyni.