Hafnarstræti 82 - fyrirspurn til skipulagsráðs

Málsnúmer 2023060492

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 404. fundur - 14.06.2023

Erindi dagsett 8. júní 2023 þar sem Oddur Kr. Finnbjarnarson f.h. lóðarhafa Hafnarstrætis 82 leggur fram tillögu að útliti viðbyggingar við Hafnarstræti 82. Samkvæmt ákvæðum gildandi deiliskipulags er gert ráð fyrir viðbyggingu með sama útlit og núverandi hús. Nú er hins vegar lögð fram fyrirspurnartillaga sem felur í sér að útlit verði ekki eins en að hlutföll haldi sér.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til umsögn Minjastofnunar Íslands um tillöguna liggur fyrir.

Skipulagsráð - 405. fundur - 05.07.2023

Lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dagsett 28. júní 2023 um tillögu Odds Kr. Finnbjarnarsonar f.h. lóðarhafa Hafnarstrætis 82 að útliti viðbyggingar við Hafnarstræti 82.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 14. júní sl. og var afgreiðslu frestað þar til umsögn Minjastofnunar lægi fyrir.
Skipulagsráð samþykkir ekki tillögu umsækjanda að útliti viðbyggingar við Hafnarstræti 82 í ljósi umsagnar Minjastofnunar Íslands.

Skipulagsráð - 408. fundur - 13.09.2023

Lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dagsett 18. ágúst 2023 um tillögu Odds Kr. Finnbjarnarsonar f.h. lóðarhafa Hafnarstrætis 82 að útliti viðbyggingar við Hafnarstræti 82. Er um endurnýjaða tillögu að ræða þar sem Minjastofnun gaf neikvæða umsögn um tillögu sem lögð var fyrir skipulagsráð þann 5. júlí sl.
Að mati skipulagsráðs samræmist endurnýjuð tillaga skilmálum gildandi deiliskipulags fyrir Drottningarbrautarreit og er tillagan því samþykkt.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.