Norðurgata 5-7 - tillaga að uppbyggingu

Málsnúmer 2023021108

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 403. fundur - 24.05.2023

Erindi dagsett 18. maí 2023 þar sem Haraldur Sigmar Árnason leggur fram tillögu að uppbyggingu á lóðum nr. 3 til 7 við Norðurgötu.

Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

Skipulagsráð - 405. fundur - 05.07.2023

Erindi dagsett 29. júní 2023 þar sem Haraldur Sigmar Árnason leggur fram endurskoðaða tillögu að uppbyggingu á lóðum nr. 3 til 7 við Norðurgötu.

Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 24. maí sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Oddeyrar, suðurhluta til samræmis við erindið. Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 410. fundur - 11.10.2023

Kynningu á tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagu suðurhluta Oddeyrar vegna áforma um uppbyggingu á lóðum nr. 3-7 við Norðurgötu lauk þann 29. september sl.

Fjórar athugasemdir bárust auk umsagnar frá Norðurorku.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3534. fundur - 17.10.2023

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. október 2023:

Kynningu á tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagu suðurhluta Oddeyrar vegna áforma um uppbyggingu á lóðum nr. 3-7 við Norðurgötu lauk þann 29. september sl.

Fjórar athugasemdir bárust auk umsagnar frá Norðurorku.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fyrir fundi bæjarstjórnar liggur einnig umsögn Minjastofnunar.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

Til máls tók Gunnar Már Gunnarsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 417. fundur - 14.02.2024

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar sem nær til lóða við Norðurgötu 3-7. Tillagan var auglýst 8. nóvember 2023 með athugasemdafresti til 27. desember og bárust tvær athugasemdir auk umsagnar frá Minjastofnun Íslands. Er tillagan lögð fram með eftirfarandi breytingum m.a. til að koma til móts við hluta innkominna athugasemda.

- Útfærsla bílastæða innan lóðar breytist

- Stærð og staðsetning geymslu innan lóðar breytist

- Lóð færist um 40 cm fjær lóðarmörkum við Gránufélagsgötu 12 að hluta

- Byggingarreitur breytist lítillega

- Gert er ráð fyrir djúpgámum fyrir sorp innan lóðar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi breyting á deiliskipulagi sem nær til lóða við Norðurgötu 3-7 verði samþykkt með breytingum eftir kynningu sem gerðar eru til að koma til móts við innsendar athugasemdir. Er skipulagsfulltrúa falið að útbúa drög að umsögn um innkomnar athugasemdir sem lögð verða fyrir bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3541. fundur - 20.02.2024

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. febrúar 2024:

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar sem nær til lóða við Norðurgötu 3-7. Tillagan var auglýst 8. nóvember 2023 með athugasemdafresti til 27. desember og bárust tvær athugasemdir auk umsagnar frá Minjastofnun Íslands. Er tillagan lögð fram með eftirfarandi breytingum m.a. til að koma til móts við hluta innkominna athugasemda.

- Útfærsla bílastæða innan lóðar breytist

- Stærð og staðsetning geymslu innan lóðar breytist

- Lóð færist um 40 cm fjær lóðarmörkum við Gránufélagsgötu 12 að hluta

- Byggingarreitur breytist lítillega

- Gert er ráð fyrir djúpgámum fyrir sorp innan lóðar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi breyting á deiliskipulagi sem nær til lóða við Norðurgötu 3-7 verði samþykkt með breytingum eftir kynningu sem gerðar eru til að koma til móts við innsendar athugasemdir. Er skipulagsfulltrúa falið að útbúa drög að umsögn um innkomnar athugasemdir sem lögð verða fyrir bæjarstjórn.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóða við Norðurgötu 3-7 með þeim breytingum sem gerðar eru eftir kynningu til að koma til móts við innsendar athugasemdir. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn tillögu skipulagsfulltrúa að umsögn við innkomnar athugasemdir.