Málsnúmer 2013090038Vakta málsnúmer
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta miðbæjar sem auglýst var frá 8. janúar til 19. febrúar 2014.
Deiliskipulagstillagan ásamt húsakönnun var unnin af Landslagi ehf. og dagsett 6. desember 2013.
Ein athugasemd barst frá Hagsmíði ehf. dagsett 10. febrúar 2014.
Hagsmíði bendir á að samkvæmt deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir að sá hluti lóðar Glerárgötu 3, sem tilheyri fyrirtækinu, verði notaður undir fyrirhugaðar framkvæmdir á "Sjallareit". Umræddur lóðarskiki er hluti af lóð Glerárgötu 3b sem tilheyrir Hagsmíði ehf. samkvæmt þinglýstu afsali dagsettu 1. febrúar 1988. Einnig er bent á að fyrirtækið hefur samkvæmt sama afsali umferðarrétt á hluta lóðarinnar.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sigurður Guðmundsson A-lista óskar bókað:
Deiliskipulagstillagan gengur verulega gegn upphaflegum hugmyndum. Stækkun 10 húsa um 60% tel ég ekki ásættanlega. Enn eru óleyst mál varðandi gatnagerðargjöld af byggingum í fyrri áfanga og engin lausn í sjónmáli. Það getur ekki verið eðlilegt að ekki séu greidd gatnagerðargjöld af framkvæmdunum. Því segir skynsemin að staldra skuli við. Þess vegna greiði ég atkvæði gegn þessari tillögu.