Olíudreifing ehf - deiliskipulag vegna olíubirgðastöðvar í Grímsey

Málsnúmer 2014020094

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 174. fundur - 12.03.2014

Olíudreifing ehf., kt. 660695-2069, óskar eftir að svæði þeirra undir olíubirgðastöð í Grímsey verði deiliskipulagt en slíkt skipulag er forsenda þess að fá endurnýjað starfsleyfi fyrir olíubirgðastöðinni sem rennur út 31. janúar 2018.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að leggja fram tillögu um vinnslu málsins á næsta fundi.

Skipulagsnefnd - 234. fundur - 01.06.2016

Tekið fyrir að nýju erindi Olíudreifingar ehf., kt. 660695-2069, sem óskar eftir að svæði þeirra undir olíubirgðastöð í Grímsey verði deiliskipulagt en slíkt skipulag er forsenda þess að fá endurnýjað starfsleyfi fyrir olíubirgðastöðinni sem rennur út 31. janúar 2018. Skipulagsnefnd frestaði erindinu 13. mars 2014 og fól skipulagsstjóra að leggja fram tillögu um vinnslu málsins.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til vinnslu aðalskipulags Akureyrar og felur skipulagsstjóra að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir Grímsey.