Lögmannshlíð og Hálönd - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2014030074

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 174. fundur - 12.03.2014

Erindi dagsett 11. mars 2014 þar sem Bragi Sigurðsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hitaveitu- og fráveitulagnar við Lögmannshlíð og að Hálöndum ofan Hlíðarenda. Einnig er sótt um að leggja háspennustreng og ídráttarrör fyrir fjarskipti á milli spennistöðvar á Hlíðarenda og Hálanda. Lagnaleið er samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Meðfylgjandi er samningur um heimild til að leggja veitulagnir um land jarðarinnar Hlíðarenda.

Edward H. Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu málsins.

Meirihluti skipulagsnefndar gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista, sem vísar til bókunar sinnar í 1. lið fundargerðarinnar, hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við lagningu veitulagnanna og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g  "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarkaupstað en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Vanda skal til við endanlegan yfirborðsfrágang vegna lagningar veitulagnanna.