Hafnarsvæði sunnan Glerár - umsókn um breytingu á deiliskipulagi Grímseyjargötu 3

Málsnúmer 2014030057

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 174. fundur - 12.03.2014

Erindi dagsett 7. mars 2014 frá Þresti Sigurðssyni þar sem hann f.h. Ásverks ehf., kt. 590994-2009, óskar heimildar til að láta vinna deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Grímseyjargötu 3 vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar og stækkunar lóðar til austurs.

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn Hafnasamlags Norðurlands um tillöguna.

Skipulagsnefnd - 176. fundur - 09.04.2014

Erindi dagsett 7. mars 2014 frá Þresti Sigurðssyni þar sem hann f.h. Ásverks ehf., kt. 590994-2009, óskar heimildar til að láta vinna deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Grímseyjargötu 3 vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar.
Skipulagsnefnd óskaði eftir umsögn Hafnasamlags Norðurlands sem barst 25. mars 2014.
Hafnarsamlagið gerir ekki athugasemd við umbeðna breytingu á deiliskipulaginu.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsnefnd - 179. fundur - 14.05.2014

Erindi dagsett 7. mars 2014 frá Þresti Sigurðssyni þar sem hann f.h. Ásverks ehf., kt. 590994-2009, óskar heimildar til að vinna deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Grímseyjargötu 3 vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar.
Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 9. apríl 2014 að leggja fram, í samráði við skipulagsstjóra, tillögu að breytingu á deiliskipulaginu.
Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir stækkun á byggingarreit til austurs við húsnæði Strýtu við Laufásgötu landnr. 149144.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Bæjarstjórn - 3356. fundur - 20.05.2014

7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. maí 2014:
Erindi dags. 7. mars 2014 frá Þresti Sigurðssyni þar sem hann f.h. Ásverks ehf, kt. 590994-2009, óskar heimildar til að vinna deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Grímseyjargötu 3 vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar.
Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 9. apríl 2014 að leggja fram, í samráði við skipulagsstjóra, tillögu að breytingu á deiliskipulaginu.
Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir stækkun á byggingarreit til austurs við húsnæði Strýtu við Laufásgötu landnr. 149144.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 181. fundur - 11.06.2014

Erindið var grenndarkynnt frá 21. maí og lauk 27. maí 2014 þar sem allir þeir sem grenndarkynninguna fengu hafa skilað inn samþykki sínu fyrir deiliskipulagsbreytingunni.
1) Norðurorka dagsett 27. maí 2014.
2) Polaris Seafood ehf. dagsett 27. maí 2014.
3) Vélsmiðjan Ásverk ehf. dagsett 27. maí 2014.
4) Ragna Ragnars dagsett 27. maí 2014.
5) Miðpunktur dagsett 27. maí 2014.
6) Búvís ehf. dagsett 27. maí 2014.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.