Miðbær Akureyrar - deiliskipulag

Málsnúmer 2012110172

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 155. fundur - 10.04.2013

Samkvæmt bókun skipulagsnefndar dagsettri 28. mars 2012 var ákveðið að endurskoða tillögu að deiliskipulagi austurhluta miðbæjar sem auglýst hafði verið árið 2010 en hlaut ekki endanlega afgreiðslu. Í framhaldi af því var stofnaður vinnuhópur um endurskoðunina sem skipaður er eftirfarandi aðilum:
Helga Snæbjarnarsyni, Evu Reykjalín Elvarsdóttur og Sigurði Guðmundssyni frá skipulagsnefnd og Oddi Helga Halldórssyni og Andreu Hjálmsdóttur frá bæjarráði.
Logi Már Einarsson arkitekt frá Kollgátu ehf., kom á fundinn og kynnti frumdrög að deiliskipulagi svæðisins.
Málið er sjálfstætt framhald mála nr. SN070093 og 2006020089.

Skipulagsnefnd þakkar Loga Má fyrir kynninguna.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð - 3361. fundur - 11.04.2013

Logi Már Einarsson arkitekt hjá Kollgátu ehf mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu á vinnu við miðbæjarskipulag.

Skipulagsnefnd - 171. fundur - 29.01.2014

Skipulagsstjóri lagði fram matslýsingu sbr. lög um umhverfismat áætlana nr. 106/2006 vegna deiliskipulags miðbæjarins dagsetta 29. janúar 2014 og unna af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf.

Logi Már Einarsson arkitekt og Ingólfur Guðmundsson frá Kollgátu ehf. og Ómar Ívarsson og Ingvar Ívarsson frá Landslagi ehf. kynntu tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að hafa samráð við Skipulagsstofnun um umfang og nákvæmni upplýsinga er fram koma í umhverfisskýrslu vegna deiliskipulags miðbæjar Akureyrar.

 

Skipulagsnefnd þakkar fulltrúum Kollgátu og Landslags fyrir kynninguna.

Lagt fram til kynningar.

Skipulagsnefnd - 172. fundur - 12.02.2014

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins, unna af Loga Má Einarssyni arkitekt frá Kollgátu ehf. og Ómari Ívarssyni og Ingvari Ívarssyni frá Landslagi ehf.
Breytingartillögunni eru gerð skil á skipulagsuppdrætti, skýringaruppdrætti, lóðarmarkauppdrætti, í greinargerð og í umhverfisskýrslu, dagsettri 12. febrúar 2014. Húsakönnun af núverandi byggð er í vinnslu en mun liggja frammi á auglýsingartíma.
Með tillögunni fylgir minnisblað um hljóðvist við Glerárgötu frá verkfræðistofunni EFLU dagsett 8. desember 2008 og minnisblað um umferðartalningu, umferðarspár og þversnið dagsett 15. september 2009.
Svar Skipulagsstofnunar vegna samráðs um umfang og nákvæmni upplýsinga er fram koma í umhverfisskýrslu vegna deiliskipulags miðbæjar Akureyrar, sem sent var 3. febrúar 2014 hefur ekki borist en óskað var eftir svari fyrir 10. febrúar 2014.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3351. fundur - 18.02.2014

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. febrúar 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins, unna af Loga Má Einarssyni arkitekt frá Kollgátu ehf og Ómari Ívarssyni og Ingvari Ívarssyni frá Landslagi ehf.
Breytingartillögunni eru gerð skil á skipulagsuppdrætti, skýringaruppdrætti, lóðarmarkauppdrætti, í greinargerð og í umhverfisskýrslu, dags. 12. febrúar 2014. Húsakönnun af núverandi byggð er í vinnslu en mun liggja frammi á auglýsingartíma.
Með tillögunni fylgir minnisblað um hljóðvist við Glerárgötu frá verkfræðistofunni EFLU dags. 8. desember 2008 og minnisblað um umferðartalningu, umferðarspár og þversnið dags. 15. september 2009.
Svar Skipulagsstofnunar vegna samráðs um umfang og nákvæmni upplýsinga er fram koma í umhverfisskýrslu vegna deiliskipulags miðbæjar Akureyrar, sem sent var 3. febrúar 2014 hefur ekki borist en óskað var eftir svari fyrir 10. febrúar 2014.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum gegn atkvæði Ólafs Jónssonar D-lista.

Skipulagsnefnd - 177. fundur - 16.04.2014

Sigurður Guðmundsson A-lista mætti á fundinn kl. 08:13.
Skipulagstillagan var auglýst frá 21. febrúar með athugasemdarfresti til 6. apríl 2014. Samhliða var auglýst aðalskipulagsbreyting vegna Miðbæjar Akureyrar, sjá málsnr. 2014010277. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á heimasíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun. Tillögunni fylgir húsakönnun dagsett 11.4.2014.
22 athugasemdir bárust auk umsagna frá Norðurorku, Skipulagsstofnun, Hafnarsamlagi Norðurlands og Vegagerðinni. Umsögn barst of seint frá Minjastofnun Íslands dagsett 14.4.2014.
Útdráttur úr umsögnum og athugasemdum eru í fylgiskjali merktu "Miðbær deiliskipulag, athugasemdir og svör dags. 16.4.2014".
Drög að deiliskipulagstillögunni voru kynnt á opnum íbúafundi í Ráðhúsi Akureyrar 27. júní 2013. Deiliskipulagstillagan var svo kynnt enn frekar á opnum íbúafundi í Hofi 2. desember 2013.

Svör við umsögnum og athugasemdum eru í skjali merktu "Miðbær deiliskipulag, athugasemdir og svör dags. 16.4.2014".

Niðurstaða:
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

 

Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi D-lista óskar bókað:

Ég leggst eindregið gegn hugmyndum um þrengingu Glerárgötu og lýsi yfir áhyggjum af tilhögun bílastæðamála í tillögunni og tel mjög mikilvægt að huga að bílastæðahúsi í miðbænum. Einnig leggst ég gegn staðsetningu umferðarmiðstöðvar í tillögunni.

Sigurður Guðmundsson A-lista er samþykkur heildartillögunni en gerir athugasemdir við eftirfarandi atriði:

Bílastæðamál í miðbænum eru að mínu áliti óleyst. Lausnir á þeim eru sýndar með stæðum í jaðri miðbæjar og henta ekki miðbænum. Hentugast hefði verið að byggja bílastæðahús á einum byggingarreitnum við Skipagötu eða Hofsbót. Einnig er skipulag göngugötu ekki mér að skapi.

Bæjarstjórn - 3355. fundur - 06.05.2014

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. apríl 2014:
Skipulagstillagan var auglýst frá 21. febrúar með athugasemdafresti til 6. apríl 2014. Samhliða var auglýst aðalskipulagsbreyting vegna Miðbæjar Akureyrar, sjá málsnr. 2014010277. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á heimasíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun. Tillögunni fylgir húsakönnun dags. 11.4.2014.
22 athugasemdir bárust auk umsagna frá Norðurorku, Skipulagsstofnun, Hafnasamlagi Norðurlands og Vegagerðinni. Umsögn barst of seint frá Minjastofnun Íslands dags. 14.4.2014.
Útdráttur úr umsögnum og athugasemdum eru í fylgiskjali merktu "Miðbær deiliskipulag, athugasemdir og svör dags. 16.4.2014".
Drög að deiliskipulagstillögunni voru kynnt á opnum íbúafundi í Ráðhúsi Akureyrar 27. júní 2013. Deiliskipulagstillagan var svo kynnt enn frekar á opnum íbúafundi í Hofi 2. desember 2013.
Svör við umsögnum og athugasemdum eru í skjali merktu "Miðbær deiliskipulag, athugasemdir og svör dags. 16.4.2014".

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi D-lista óskar bókað:
Ég leggst eindregið gegn hugmyndum um þrengingu Glerárgötu og lýsi yfir áhyggjum af tilhögun bílastæðamála í tillögunni og tel mjög mikilvægt að huga að bílastæðahúsi í miðbænum. Einnig leggst ég gegn staðsetningu umferðarmiðstöðvar í tillögunni.

Sigurður Guðmundsson A-lista er samþykkur heildartillögunni en gerir athugasemdir við eftirfarandi atriði:
Bílastæðamál í miðbænum eru að mínu áliti óleyst. Lausnir á þeim eru sýndar með stæðum í jaðri miðbæjar og henta ekki miðbænum. Hentugast hefði verið að byggja bílastæðahús á einum byggingarreitnum við Skipagötu eða Hofsbót. Einnig er skipulag göngugötu ekki mér að skapi.

 Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum gegn atkvæði Ólafs Jónssonar D-lista.